Gæðagripur Trausti Júlíusson skrifar 22. september 2011 11:00 Tónlist. Blær. Edgar Smári. Edgar Smári hefur vakið athygli sem söngvari undanfarin ár. Hann söng inn á plötuna Ferðalangur fyrir fimm árum og hefur að auki átt eitthvað af lögum á safnplötum. Á Blæ syngur hann tíu frumsamin lög við texta ýmissa höfunda, m.a. Tómasar Guðmundssonar, Matthíasar Jóhannessen og Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Það er Ómar Guðjónsson sem útsetur og hljóðritar. Ég þekkti ekki mjög mikið til Edgars Smára áður en ég fékk þessa plötu í hendur og það verður að segjast að hún kom mér verulega á óvart. Edgar Smári er frábær söngvari og lunkinn lagasmiður. Létt djassskotnar útsetningar Ómars standa líka vel fyrir sínu. Lögin eru öll ágæt, en Drengur og Ljóð um unga stúlku sem háttar eru í uppáhaldi. Niðurstaða: Edgar Smári syngur eins og engill á fínni plötu. Hér fyrir ofan má sjá myndbandið við lagið Föðurást af plötunni. Mest lesið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Fleiri fréttir Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Tónlist. Blær. Edgar Smári. Edgar Smári hefur vakið athygli sem söngvari undanfarin ár. Hann söng inn á plötuna Ferðalangur fyrir fimm árum og hefur að auki átt eitthvað af lögum á safnplötum. Á Blæ syngur hann tíu frumsamin lög við texta ýmissa höfunda, m.a. Tómasar Guðmundssonar, Matthíasar Jóhannessen og Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Það er Ómar Guðjónsson sem útsetur og hljóðritar. Ég þekkti ekki mjög mikið til Edgars Smára áður en ég fékk þessa plötu í hendur og það verður að segjast að hún kom mér verulega á óvart. Edgar Smári er frábær söngvari og lunkinn lagasmiður. Létt djassskotnar útsetningar Ómars standa líka vel fyrir sínu. Lögin eru öll ágæt, en Drengur og Ljóð um unga stúlku sem háttar eru í uppáhaldi. Niðurstaða: Edgar Smári syngur eins og engill á fínni plötu. Hér fyrir ofan má sjá myndbandið við lagið Föðurást af plötunni.
Mest lesið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Fleiri fréttir Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira