Launamunur kynja eykst meira hjá hinu opinbera 17. september 2011 06:30 Starfsmenn reykjavíkurborgar Meðalstarfsaldur starfsmanna borgarinnar er 12,4 ár og meðallaun eru rúm 335 þúsund á mánuði.fréttablaðið/vilhelm Stefán Einar Stefánsson Óútskýrður launamunur kynjanna hefur aukist úr 9,1 prósenti í 13,2 á milli ára meðal félagsmanna SFR. Á sama tíma jókst óútskýrður launamunur hjá VR, stærsta stéttarfélagi landsins, úr 10,1 prósenti í 10,6 prósent. Fram kemur í nýrri umfangsmikilli launakönnun stéttarfélaganna SFR og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar að launabil á milli hins opinbera og almenns vinnumarkaðar hefur aukist á milli ára, að teknu tilliti til kyns, aldurs, starfsstétta og annars. Nemur munurinn nú um tuttugu prósentum. Heildarlaun hjá félagsmönnum VR, sem starfa á almennum vinnumarkaði, hækkuðu um 4,5 prósent á milli ára, en um eitt prósent hjá félagsmönnum SFR. Í krónum talið er launamunurinn nú að meðaltali 112 þúsund krónur á mánuði. Enn fremur kemur fram í könnuninni að yfir sextíu prósent félagsmanna SFR séu óánægð með laun sín og dregur úr henni þriðja árið í röð. Konur mælast óánægðari en karlar. VR kynnti nýlega launakönnun sína í gær og þar kom fram að óútskýrður launamunur karla og kvenna hefði ekki minnkað hjá félagsmönnum síðustu þrjú ár. „Félagið hefur tekið marga slagi um þetta mál og sem betur fer hefur ýmislegt unnist í þeim efnum. Þó er ljóst að við virðumst ekki hafa náð að halda þeirri þróun áfram sem þó var komin á nokkurt skrið um miðjan síðasta áratug,“ sagði Stefán Einar Stefánsson, formaður VR, á fundi með fjölmiðlafólki í gær. Hann sagði viðhorfsbreytingu þurfa í samfélaginu til að útrýma þessu óréttlæti. Þar kynnti hann herferð sem VR ætlar að hefja í næstu viku með það að markmiði að útrýma kynbundnum launamun. Stefán benti á að frá árinu 2001 til ársins 2009 hefði kynbundinn launamunur lækkað úr 13,8 prósentum í 10,1 prósent. Á síðustu þremur árum hefði hins vegar enginn árangur náðst í að útrýma þessum mun. VR ætlar vegna þessa að skora á fyrirtækin í landinu að útrýma launamuninum. Þá verða fyrirtæki hvött til að veita konum tíu prósenta afslátt af vörum og þjónustu dagana 20. til 26. september næstkomandi til að leiðrétta með táknrænum hætti launamismuninn og vekja um leið athygli á honum. sunna@frettabladid.is brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Innlent Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Erlent Fleiri fréttir Kosningapallborðið: Formenn Framsóknar, Flokks fólksins og Samfylkingar ræða málin „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sjá meira
Stefán Einar Stefánsson Óútskýrður launamunur kynjanna hefur aukist úr 9,1 prósenti í 13,2 á milli ára meðal félagsmanna SFR. Á sama tíma jókst óútskýrður launamunur hjá VR, stærsta stéttarfélagi landsins, úr 10,1 prósenti í 10,6 prósent. Fram kemur í nýrri umfangsmikilli launakönnun stéttarfélaganna SFR og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar að launabil á milli hins opinbera og almenns vinnumarkaðar hefur aukist á milli ára, að teknu tilliti til kyns, aldurs, starfsstétta og annars. Nemur munurinn nú um tuttugu prósentum. Heildarlaun hjá félagsmönnum VR, sem starfa á almennum vinnumarkaði, hækkuðu um 4,5 prósent á milli ára, en um eitt prósent hjá félagsmönnum SFR. Í krónum talið er launamunurinn nú að meðaltali 112 þúsund krónur á mánuði. Enn fremur kemur fram í könnuninni að yfir sextíu prósent félagsmanna SFR séu óánægð með laun sín og dregur úr henni þriðja árið í röð. Konur mælast óánægðari en karlar. VR kynnti nýlega launakönnun sína í gær og þar kom fram að óútskýrður launamunur karla og kvenna hefði ekki minnkað hjá félagsmönnum síðustu þrjú ár. „Félagið hefur tekið marga slagi um þetta mál og sem betur fer hefur ýmislegt unnist í þeim efnum. Þó er ljóst að við virðumst ekki hafa náð að halda þeirri þróun áfram sem þó var komin á nokkurt skrið um miðjan síðasta áratug,“ sagði Stefán Einar Stefánsson, formaður VR, á fundi með fjölmiðlafólki í gær. Hann sagði viðhorfsbreytingu þurfa í samfélaginu til að útrýma þessu óréttlæti. Þar kynnti hann herferð sem VR ætlar að hefja í næstu viku með það að markmiði að útrýma kynbundnum launamun. Stefán benti á að frá árinu 2001 til ársins 2009 hefði kynbundinn launamunur lækkað úr 13,8 prósentum í 10,1 prósent. Á síðustu þremur árum hefði hins vegar enginn árangur náðst í að útrýma þessum mun. VR ætlar vegna þessa að skora á fyrirtækin í landinu að útrýma launamuninum. Þá verða fyrirtæki hvött til að veita konum tíu prósenta afslátt af vörum og þjónustu dagana 20. til 26. september næstkomandi til að leiðrétta með táknrænum hætti launamismuninn og vekja um leið athygli á honum. sunna@frettabladid.is brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Innlent Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Erlent Fleiri fréttir Kosningapallborðið: Formenn Framsóknar, Flokks fólksins og Samfylkingar ræða málin „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sjá meira