Innlent

Lögreglan rann á kannabisfnyk

Lögregla tók kannabisræktun Kannabisplönturnar voru á lokastigi ræktunar og tilbúnar til niðurskurðar.Fréttablaðið/Valli
Lögregla tók kannabisræktun Kannabisplönturnar voru á lokastigi ræktunar og tilbúnar til niðurskurðar.Fréttablaðið/Valli
Lögreglan upprætti í gær kannabisræktun sem fannst í lokuðu og gluggalausu rými við Síðumúla. Málið var í rannsókn síðdegis og var meðal annars verið að telja plönturnar og leggja hald á búnað, þar sem meðal annars var að finna viftur, sterka lampa og vökvunarkerfi.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu lagði kannabisfnykinn út á götu og runnu lögreglumennirnir á lyktina snemma í gærmorgun. Í rýminu, sem er í kjallara undir iðnaðar- og verslunarhúsnæði við götuna, fundu þeir vatnsræktun með tilheyrandi búnaði og um sextíu fullvaxnar plöntur, tilbúnar til niðurskurðar og verkunar.

Lögregla veit hver ræktandinn er og segir um karlmann að ræða sem ekki hafi komið verulega við sögu hjá lögreglu áður. - jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×