Afnám prófa getur leitt til ójöfnuðar 16. september 2011 05:00 Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Afnám samræmdra prófa í grunnskólum hefur mögulega leitt til ójöfnuðar og jafnvel brots á jafnræðisreglu. Þetta er mat Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur lagt fram fyrirspurn þar sem óskað er eftir því að einkunnir nemenda í tíunda bekk í íslensku og stærðfræði og fylgni þeirra við könnunarpróf Námsmatsstofnunar verði skoðuð þrjú ár aftur í tímann. „Ofan á reglur um hverfisskólaforgang er komin óskýr flokkun á skólum og gæðum þeirra. Það er þekking til staðar og reynsla í framhaldsskólunum um það hvaða grunnskólar og nemendur hvaða grunnskóla hafa staðið sig betur en aðrir og jafnvel að einhverjir skólar séu með talsverða hækkun meðaleinkunna eftir að samræmdu prófin hurfu frá. Þegar samræmdir mælikvarðar detta alveg út er eðlilegt að skólarnir búi sér til kerfi til að meta sem best stöðu nemenda,“ segir Þorbjörg. Í sumum grunnskólum er mikill munur á skólaeinkunnum og einkunnum nemenda úr samræmdum könnunarprófum, meiri en eðlilegt gæti talist. „Nemendur í grunnskólum sem nota prófeinkunn eða hafa ekki vinnueinkunn sem hátt hlutfall af lokaeinkunn eiga þá til dæmis erfiðara með að komast í draumaskólann.“ Þorbjörg segir að ræða hefði mátt aðra kosti en að afnema samræmdu prófin alveg. „Það hefði alveg mátt ræða að hafa miðlæga prófmiðstöð svo hægt væri að taka próf á sínum tíma og taka próf sem væru í öðrum fögum en íslensku og stærðfræði en væru samt samræmd til að mæta þeirra gagnrýni sem var höfð frammi.“- þeb Fréttir Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Sjá meira
Afnám samræmdra prófa í grunnskólum hefur mögulega leitt til ójöfnuðar og jafnvel brots á jafnræðisreglu. Þetta er mat Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur lagt fram fyrirspurn þar sem óskað er eftir því að einkunnir nemenda í tíunda bekk í íslensku og stærðfræði og fylgni þeirra við könnunarpróf Námsmatsstofnunar verði skoðuð þrjú ár aftur í tímann. „Ofan á reglur um hverfisskólaforgang er komin óskýr flokkun á skólum og gæðum þeirra. Það er þekking til staðar og reynsla í framhaldsskólunum um það hvaða grunnskólar og nemendur hvaða grunnskóla hafa staðið sig betur en aðrir og jafnvel að einhverjir skólar séu með talsverða hækkun meðaleinkunna eftir að samræmdu prófin hurfu frá. Þegar samræmdir mælikvarðar detta alveg út er eðlilegt að skólarnir búi sér til kerfi til að meta sem best stöðu nemenda,“ segir Þorbjörg. Í sumum grunnskólum er mikill munur á skólaeinkunnum og einkunnum nemenda úr samræmdum könnunarprófum, meiri en eðlilegt gæti talist. „Nemendur í grunnskólum sem nota prófeinkunn eða hafa ekki vinnueinkunn sem hátt hlutfall af lokaeinkunn eiga þá til dæmis erfiðara með að komast í draumaskólann.“ Þorbjörg segir að ræða hefði mátt aðra kosti en að afnema samræmdu prófin alveg. „Það hefði alveg mátt ræða að hafa miðlæga prófmiðstöð svo hægt væri að taka próf á sínum tíma og taka próf sem væru í öðrum fögum en íslensku og stærðfræði en væru samt samræmd til að mæta þeirra gagnrýni sem var höfð frammi.“- þeb
Fréttir Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Sjá meira