Innlent

Rektor MR gerir athugasemdir

Kvartanir hafa borist frá foreldrum nemenda við Menntaskólann í Reykjavík vegna viðtals í skólablaði sem út kom í síðustu viku, segir Yngvi Pétursson, rektor MR.

Í blaðinu er viðtal við mann sem þekktur er úr undirheimum borgarinnar. Þar ræðir maðurinn meðal annars um innheimtustörf sín og fíkniefnaneyslu. Rektor segir þau efnistök ekki eðlileg og viðtal við þennan mann eigi ekki heima í skólablaði.

Yngvi vill ekki gefa upp hvort eftirmál verði vegna viðtalsins, en segir að það muni koma í ljós í dag. „Ég er að vinna í málinu.“- bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×