Innlent

Gætu endað á safni um einvígið

Sænski verðlaunagripurinn gæti endað á safni um einvígi Fischers og Spasskís árið 1972, segir Guðmundur G. Þórarinsson.
Fréttablaðið/Pjetur
Sænski verðlaunagripurinn gæti endað á safni um einvígi Fischers og Spasskís árið 1972, segir Guðmundur G. Þórarinsson. Fréttablaðið/Pjetur
Tveir sænskir sjónvarpsmenn sem hlutu verðlaun frá sænska sjónvarpinu sem karlkyns þáttastjórnendur ársins ákváðu að gefa hópnum sem stóð að komu skákmeistarans Bobby Fischer til Íslands verðlaunagripinn.

Guðundur G. Þórarinsson, einn þeirra sem stóðu að komu Fischers, fór til Svíþjóðar á mánudag í boði sjónvarpsstöðvarinnar Kanal 5. Þar tók hann við verðlaunagripnum í beinni útsendingu í þætti sjónvarpsmannanna Filips Hammar and Fredriks Wikingsson.

Guðmundur segir það merkilegt að þessi sænska sjónvarpsstöð heiðri með þessum hætti þá sem staðið hafi í baráttu við tvö stærstu efnahagsveldi heims til að koma Fischer hingað til lands. Hann segir það draum sinn og annarra að koma upp safni til minningar um einvígi Fischers og Boris Spasskí sem haldið var hér á landi árið 1972. Af því hefur ekki orðið hingað til, en 40 ár verða liðin frá einvíginu fræga á næsta ári.

Guðmundur segist ætla að láta sænska verðlaunagripinn renna til slíks safns, verði það opnað, með veggspjaldi frá sænska sjónvarpinu þar sem tilurð gjafarinnar sé útskýrð. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×