Segir Samkeppniseftirlitið leggja Forlagið í einelti 3. september 2011 04:30 Jóhann Páll Valdimarsson Jóhann Páll Valdimarsson, útgefandi hjá Forlaginu, segir Samkeppniseftirlitið hafa lagt fyrirtækið í einelti síðustu ár. Þrátt fyrir blómlega samkeppni í útgáfu láti eftirlitið fyrirtækið ekki í friði. „Það er einfaldlega þannig að íslensk bókaútgáfa rís ekki undir þeim kostnaði sem það hefur óhjákvæmilega í för með sér að þurfa að fá lögfræðinga til að svara endalausum erindum frá Samkeppniseftirlitinu. Kostnaður okkar vegna þeirrar sáttar sem við þurftum að gangast undir árið 2008 er farinn að nema tugum milljóna utan sektarinnar,“ segir Jóhann Páll. Bókaútgáfan Forlagið varð til við samruna Eddu-útgáfu og JPV árið 2007. Samkeppniseftirlitið neitaði hins vegar að samþykkja hann nema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Forlagið féllst að lokum á skilyrðin sem það hefur þurft að starfa eftir síðan. Fyrr á þessu ári sektaði Samkeppniseftirlitið Forlagið um 25 milljónir vegna brota á skilyrðunum. Taldi það Forlagið hafa sent seljendum leiðbeinandi smásöluverð sem brjóti í bága við skilyrðin. Forlagið hefur mótmælt sektinni harðlega og vísað henni til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér segir að það telji það óþekkt að fyrirtæki með jafnlitla hlutdeild af heildarmarkaði sé beitt svo harkalegum viðurlögum. Jóhann Páll segir einkennilegt að Samkeppniseftirlitið hafi lagst gegn samrunanum á sínum tíma. „Ef við hefðum gert þetta hálfu ári síðar hefði þessi samruni ekki einu sinni verið tilkynningaskyldur þar sem lögum var breytt og veltumörk hækkuð. Við höfum því margoft farið fram á endurskoðun á sáttinni en án árangurs. Okkur er einfaldlega ókleift að starfa eftir þessari sátt, hún stenst ekki veruleikann,“ segir Jóhann Páll. - mþl Fréttir Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Jóhann Páll Valdimarsson, útgefandi hjá Forlaginu, segir Samkeppniseftirlitið hafa lagt fyrirtækið í einelti síðustu ár. Þrátt fyrir blómlega samkeppni í útgáfu láti eftirlitið fyrirtækið ekki í friði. „Það er einfaldlega þannig að íslensk bókaútgáfa rís ekki undir þeim kostnaði sem það hefur óhjákvæmilega í för með sér að þurfa að fá lögfræðinga til að svara endalausum erindum frá Samkeppniseftirlitinu. Kostnaður okkar vegna þeirrar sáttar sem við þurftum að gangast undir árið 2008 er farinn að nema tugum milljóna utan sektarinnar,“ segir Jóhann Páll. Bókaútgáfan Forlagið varð til við samruna Eddu-útgáfu og JPV árið 2007. Samkeppniseftirlitið neitaði hins vegar að samþykkja hann nema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Forlagið féllst að lokum á skilyrðin sem það hefur þurft að starfa eftir síðan. Fyrr á þessu ári sektaði Samkeppniseftirlitið Forlagið um 25 milljónir vegna brota á skilyrðunum. Taldi það Forlagið hafa sent seljendum leiðbeinandi smásöluverð sem brjóti í bága við skilyrðin. Forlagið hefur mótmælt sektinni harðlega og vísað henni til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér segir að það telji það óþekkt að fyrirtæki með jafnlitla hlutdeild af heildarmarkaði sé beitt svo harkalegum viðurlögum. Jóhann Páll segir einkennilegt að Samkeppniseftirlitið hafi lagst gegn samrunanum á sínum tíma. „Ef við hefðum gert þetta hálfu ári síðar hefði þessi samruni ekki einu sinni verið tilkynningaskyldur þar sem lögum var breytt og veltumörk hækkuð. Við höfum því margoft farið fram á endurskoðun á sáttinni en án árangurs. Okkur er einfaldlega ókleift að starfa eftir þessari sátt, hún stenst ekki veruleikann,“ segir Jóhann Páll. - mþl
Fréttir Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira