Huang Nubo vill reisa lúxus-hótel við hliðina á Hörpu 3. september 2011 04:15 Áformum um byggingu hótels við Hörpu var slegið á frest í kjölfar hrunsins, en kínverski athafnamaðurinn Huang Nubo hefur áhuga á því að reisa hótel á reitnum.Fréttablaðið/Vilhelm Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo vill reisa 300 herbergja lúxushótel í Reykjavík. Nubo vill hefja framkvæmdir við uppbyggingu ferðamannaþjónustu á Grímsstöðum á Fjöllum sem fyrst, en hann bíður nú eftir undanþágu frá innanríkisráðuneytinu fyrir kaupum á lóðinni. Þetta segir Halldór Jóhannsson, aðstoðarmaður Nubo á Íslandi. „Hann vill reisa 300 herbergja, fimm stjörnu ráðstefnuhótel í Reykjavík. En hann verður auðvit-að að bíða eftir haldbærum svörum frá yfirvöldum áður en nokkuð slíkt getur hafist,“ segir Halldór. Ekkert hefur enn verið ákveðið með staðsetningu fyrirhugaðs hótels, en Nubo hefur fengið ábendingar um byggingarreitinn sunnan við Hörpu sem ákjósanlegan stað. Fyrirætlanir Nubos á Grímsstöðum eru stórtækar. Hann hyggur á að reisa 250 herbergja lúxushótel ásamt því að koma upp litlum leigubústöðum víðs vegar um landareignina fyrir fjölskyldufólk. Þá eiga einnig að verða heilsulind og golfvöllur á svæðinu. Halldór undrast mjög þá umræðu sem hefur verið um málið á undanförnum dögum. „Við áttum alltaf von á því að það yrðu skiptar skoðanir, en við bjuggumst ekki alveg við þessum viðbrögðum. Það má meta þetta þannig að væntingar Íslendinga til nýrra hluta eru mjög miklar,“ segir hann. Að sögn Halldórs hefur Nubo aldrei sýnt nokkurn áhuga á því að kaupa út hlut ríkisins í Grímsstöðum, sem er 25 prósent. Hann hafi ætíð viljað vinna málið í fullri samvinnu við ríkið. „Hann lagði sjálfur upp drög að samkomulagi við yfirvöld til að draga úr vafa og efasemdum,“ segir hann. „Hann er tilbúinn að afsala sér vatnsréttindum og samþykkja að hluti af jörðinni verði þjóðgarður. Hann vill hefja samstarf við Landgræðsluna, Ferðamálastofu og skipulagsyfirvöld. Boltinn er alfarið hjá ráðamönnum.“ Veiti innanríkisráðuneytið Nubo undanþágu til kaupanna er stefnt að því að starfsemi á ferðamannasvæðinu á Grímsstöðum hefjist árið 2014. Svipaðar fyrirætlanir eru með 300 herbergja hótelið í Reykjavík. sunna@frettabladid.is Fréttir Tengdar fréttir Hefur ekki lagt fram formlegt tilboð Byggingarreiturinn sunnan við tónlistarhúsið Hörpu var boðinn út í júlí síðastliðnum. Eignarhaldsfélaginu Sítus, dótturfélagi Austurhafnar ehf., bárust sex formleg tilboð frá aðilum sem lýstu yfir áhuga á að reisa þar hótel. Samkvæmt upplýsingum frá Sítusi var Nubo ekki einn þeirra. Þeir sem gerðu tilboð í reitinn koma meðal annars frá Indlandi, Sviss og Íslandi. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hver þessara sex aðila, ef einhver, fái reitnum úthlutað en verið er að fara yfir málið. 3. september 2011 05:15 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo vill reisa 300 herbergja lúxushótel í Reykjavík. Nubo vill hefja framkvæmdir við uppbyggingu ferðamannaþjónustu á Grímsstöðum á Fjöllum sem fyrst, en hann bíður nú eftir undanþágu frá innanríkisráðuneytinu fyrir kaupum á lóðinni. Þetta segir Halldór Jóhannsson, aðstoðarmaður Nubo á Íslandi. „Hann vill reisa 300 herbergja, fimm stjörnu ráðstefnuhótel í Reykjavík. En hann verður auðvit-að að bíða eftir haldbærum svörum frá yfirvöldum áður en nokkuð slíkt getur hafist,“ segir Halldór. Ekkert hefur enn verið ákveðið með staðsetningu fyrirhugaðs hótels, en Nubo hefur fengið ábendingar um byggingarreitinn sunnan við Hörpu sem ákjósanlegan stað. Fyrirætlanir Nubos á Grímsstöðum eru stórtækar. Hann hyggur á að reisa 250 herbergja lúxushótel ásamt því að koma upp litlum leigubústöðum víðs vegar um landareignina fyrir fjölskyldufólk. Þá eiga einnig að verða heilsulind og golfvöllur á svæðinu. Halldór undrast mjög þá umræðu sem hefur verið um málið á undanförnum dögum. „Við áttum alltaf von á því að það yrðu skiptar skoðanir, en við bjuggumst ekki alveg við þessum viðbrögðum. Það má meta þetta þannig að væntingar Íslendinga til nýrra hluta eru mjög miklar,“ segir hann. Að sögn Halldórs hefur Nubo aldrei sýnt nokkurn áhuga á því að kaupa út hlut ríkisins í Grímsstöðum, sem er 25 prósent. Hann hafi ætíð viljað vinna málið í fullri samvinnu við ríkið. „Hann lagði sjálfur upp drög að samkomulagi við yfirvöld til að draga úr vafa og efasemdum,“ segir hann. „Hann er tilbúinn að afsala sér vatnsréttindum og samþykkja að hluti af jörðinni verði þjóðgarður. Hann vill hefja samstarf við Landgræðsluna, Ferðamálastofu og skipulagsyfirvöld. Boltinn er alfarið hjá ráðamönnum.“ Veiti innanríkisráðuneytið Nubo undanþágu til kaupanna er stefnt að því að starfsemi á ferðamannasvæðinu á Grímsstöðum hefjist árið 2014. Svipaðar fyrirætlanir eru með 300 herbergja hótelið í Reykjavík. sunna@frettabladid.is
Fréttir Tengdar fréttir Hefur ekki lagt fram formlegt tilboð Byggingarreiturinn sunnan við tónlistarhúsið Hörpu var boðinn út í júlí síðastliðnum. Eignarhaldsfélaginu Sítus, dótturfélagi Austurhafnar ehf., bárust sex formleg tilboð frá aðilum sem lýstu yfir áhuga á að reisa þar hótel. Samkvæmt upplýsingum frá Sítusi var Nubo ekki einn þeirra. Þeir sem gerðu tilboð í reitinn koma meðal annars frá Indlandi, Sviss og Íslandi. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hver þessara sex aðila, ef einhver, fái reitnum úthlutað en verið er að fara yfir málið. 3. september 2011 05:15 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Hefur ekki lagt fram formlegt tilboð Byggingarreiturinn sunnan við tónlistarhúsið Hörpu var boðinn út í júlí síðastliðnum. Eignarhaldsfélaginu Sítus, dótturfélagi Austurhafnar ehf., bárust sex formleg tilboð frá aðilum sem lýstu yfir áhuga á að reisa þar hótel. Samkvæmt upplýsingum frá Sítusi var Nubo ekki einn þeirra. Þeir sem gerðu tilboð í reitinn koma meðal annars frá Indlandi, Sviss og Íslandi. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hver þessara sex aðila, ef einhver, fái reitnum úthlutað en verið er að fara yfir málið. 3. september 2011 05:15