Innlent

Þráinn stöðvaði stjórnkerfisbreytingar

þráinn bertelsson
þráinn bertelsson
álfheiður ingadóttir
Til stóð að allsherjarnefnd afgreiddi frumvarp um stjórnkerfisbreytingar í gær en til þess kom þó ekki. Þráinn Bertelsson, þingmaður Vinstri grænna, greiddi atkvæði gegn frumvarpinu og þar með var ekki meirihluti fyrir því.

Flokkssystir Þráins, Álfheiður Ingadóttir, er varaformaður nefndarinnar. Hún segir að málið hafi einfaldlega ekki verið tilbúið, að mati Þráins. Mikil pressa hafi verið um að klára það og afgreiða hefði þurft miklar breytingar á skömmum tíma. Kannski hefði verið rétt að óska strax eftir frestun til mánudags, en reynt hafi verið að ljúka málinu fyrir hálf ellefu í gærmorgun. „Við þurfum greinilega lengri tíma í málið til að skapa það svigrúm sem þarf.“

Umdeildustu atriði frumvarpsins snúa að því að forsætisráðherra eru færð völd til breytinga á stjórnarráði. Í því felst að sameina ráðuneyti eða leggja niður. Þá er tekist á um hvort leyfa eigi hljóðupptökur á fundum þingnefnda. Allsherjarnefnd fundar á mánudag og vonir standa til þess að hægt verði að ljúka málinu þá. Ekki náðist í Þráin Bertelsson við vinnslu fréttarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×