Innlent

Áætlaður kostnaður við laugarnar 320 milljónir

Sundhöll Reykjavíkur Forseti borgarráðs segir að margar sundlaugar borgarinnar, þar á meðal Sundhöll Reykjavíkur, þarfnist mikilla viðhaldsaðgerða.
fréttablaðið/gva
Sundhöll Reykjavíkur Forseti borgarráðs segir að margar sundlaugar borgarinnar, þar á meðal Sundhöll Reykjavíkur, þarfnist mikilla viðhaldsaðgerða. fréttablaðið/gva
Framkvæmdir við endurgerð sundlauganna í Reykjavík eru hafnar og er áætlaður kostnaður nú kominn upp í 320 milljónir króna eftir endurskoðaða fjárhagsáætlun frá 30. júní. Í apríl síðastliðnum kom fram að áætlaður kostnaður yrði um 275 milljónir króna, en þó var gert ráð fyrir 500 milljónum í framkvæmdirnar í upphaflegri fjárhagsáætlun 2011. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Unnið er við nær allar sundlaugar í Reykjavík og var verkefnastaðan kynnt fyrir borgarráði í gær. Dagur B. Eggertsson, forseti borgarráðs, segir ástæðu kostnaðarbreytinganna þá að nú sé búið að fullhanna framkvæmdaáætlunina og því liggi hinar endanlegu viðmiðunartölur fyrir.

„Við ætlum að leggja áherslu á það sem er mannaflsfrekt í framkvæmda- og atvinnumálum,“ segir Dagur.

„Sundlaugarnar okkar eru algengustu og vinsælustu ferðamannastaðirnir í borginni og eru í gríðarlega mikilli notkun allt árið um kring. Því er afar mikilvægt að halda þeim við þannig að við séum stolt af þeim.“

Meðal framkvæmda verða upphitaðar gönguleiðir við Laugardalslaug, möguleg uppsetning líkamsræktaraðstöðu við Breiðholtslaug og eimbað og leiktæki á Ylströndinni í Nauthólsvík. - sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×