Undanþága Nubos á borði Ögmundar 1. september 2011 04:00 Karl Axelsson Ögmundur Jónasson Beiðni um að kínverski fjárfestirinn Huang Nubo fái undanþágu frá banni við fjárfestingu útlendinga utan EES í fasteignum er komin inn á borð innanríkis-ráðherra. Nubo hefur samið um kaup á 72 prósentum af landi Grímsstaða á Fjöllum. „Hún verður nú tekin til efnislegrar umfjöllunar,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. „Við eigum eftir að fara yfir málin og vega þau og meta í ljósi gagna sem okkur berast. Síðan þarf að ræða þessa grunnspurningu, hvort við erum reiðubúin að selja stóran hluta af Íslandi í hendur erlendra aðila? Það er spurning sem verður ekki svarað í einu vetfangi.“ Ögmundur segir að kaup Nubos á Grímsstöðum séu ekki heimil samkvæmt íslenskum lögum. Hin almenna regla sé sú að jarðakaup erlendra aðila utan EES séu ekki heimiluð. Hins vegar sé hægt að leita eftir undanþágu frá þeirri lagareglu. Og það sé nú á borði ráðuneytisins. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra hafa báðar lýst því yfir að engin ástæða sé til þess að óttast kaup Nubos á jörðinni. Lagalegt umhverfi hér á landi sé of sterkt. Ögmundur er ekki eins bjartsýnn. „Ég hef lýst því yfir að ég tel óráðlegt að kyngja þessu ómeltu eða snöggsoðnu,“ segir Ögmundur. „Ég ítreka það að oft hefur okkur verið sagt að það sé ekkert að óttast – það var til að mynda sagt í aðdraganda hrunsins.“ Innanríkisráðherra bendir einnig á að eignarhaldi á landi fylgi ýmis mikilvæg réttindi sem snúa að auðlindum og nýtingu þeirra. Hann undirstrikar að málið sé ekki einfalt og hafi fleiri en eina hlið. „Mér ber lagaleg og siðferðisleg skylda til að standa vörð um hagsmuni okkar samfélags og lands og það ætla ég mér að gera.“ Veiti innanríkisráðuneytið undanþágu til kaupa Nubos á jörðinni, mun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið fara með forræði á fjórðungshlut ríkisins í Grímsstöðum. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að engin áform séu uppi um að selja þann hlut, enda hafi slíkt erindi ekki borist ráðuneytinu. „Fari slíkt ferli í gang verður ráðuneytið að óska eftir heimildum Alþingis og það er meirihluti Alþingis sem tekur ákvörðun um það hvort slíkt skuli gert, segir Jón. „Ef hingað berst erindi um kaup á þessari jörð þá er alls ekki sjálfgefið að ráðuneytið geri tillögu um sölu og það mál verður að skoða í tengslum við önnur lög í landinu og hvaða meðferð lands er hér um að ræða.“ sunna@frettabladid.isJón Bjarnason Fréttir Jarðakaup útlendinga Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Sjá meira
Ögmundur Jónasson Beiðni um að kínverski fjárfestirinn Huang Nubo fái undanþágu frá banni við fjárfestingu útlendinga utan EES í fasteignum er komin inn á borð innanríkis-ráðherra. Nubo hefur samið um kaup á 72 prósentum af landi Grímsstaða á Fjöllum. „Hún verður nú tekin til efnislegrar umfjöllunar,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. „Við eigum eftir að fara yfir málin og vega þau og meta í ljósi gagna sem okkur berast. Síðan þarf að ræða þessa grunnspurningu, hvort við erum reiðubúin að selja stóran hluta af Íslandi í hendur erlendra aðila? Það er spurning sem verður ekki svarað í einu vetfangi.“ Ögmundur segir að kaup Nubos á Grímsstöðum séu ekki heimil samkvæmt íslenskum lögum. Hin almenna regla sé sú að jarðakaup erlendra aðila utan EES séu ekki heimiluð. Hins vegar sé hægt að leita eftir undanþágu frá þeirri lagareglu. Og það sé nú á borði ráðuneytisins. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra hafa báðar lýst því yfir að engin ástæða sé til þess að óttast kaup Nubos á jörðinni. Lagalegt umhverfi hér á landi sé of sterkt. Ögmundur er ekki eins bjartsýnn. „Ég hef lýst því yfir að ég tel óráðlegt að kyngja þessu ómeltu eða snöggsoðnu,“ segir Ögmundur. „Ég ítreka það að oft hefur okkur verið sagt að það sé ekkert að óttast – það var til að mynda sagt í aðdraganda hrunsins.“ Innanríkisráðherra bendir einnig á að eignarhaldi á landi fylgi ýmis mikilvæg réttindi sem snúa að auðlindum og nýtingu þeirra. Hann undirstrikar að málið sé ekki einfalt og hafi fleiri en eina hlið. „Mér ber lagaleg og siðferðisleg skylda til að standa vörð um hagsmuni okkar samfélags og lands og það ætla ég mér að gera.“ Veiti innanríkisráðuneytið undanþágu til kaupa Nubos á jörðinni, mun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið fara með forræði á fjórðungshlut ríkisins í Grímsstöðum. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að engin áform séu uppi um að selja þann hlut, enda hafi slíkt erindi ekki borist ráðuneytinu. „Fari slíkt ferli í gang verður ráðuneytið að óska eftir heimildum Alþingis og það er meirihluti Alþingis sem tekur ákvörðun um það hvort slíkt skuli gert, segir Jón. „Ef hingað berst erindi um kaup á þessari jörð þá er alls ekki sjálfgefið að ráðuneytið geri tillögu um sölu og það mál verður að skoða í tengslum við önnur lög í landinu og hvaða meðferð lands er hér um að ræða.“ sunna@frettabladid.isJón Bjarnason
Fréttir Jarðakaup útlendinga Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Sjá meira