Leikfélag Akureyrar leitar á náðir bæjarins 27. ágúst 2011 04:30 Fyrsta sýning menningarhússins var Rocky Horror árið 2010 og tapaði Leikfélagið mörgum milljónum á því. fréttablaðið/sunna María Sigurðardóttir Tap á rekstri Leikfélags Akureyrar (LA) á síðasta ári nam 67 milljónum króna, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum útreikninga. Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum á fimmtudag að greiða félaginu fyrir fram allt að 30 milljónir króna af væntanlegum framlögum næsta árs til að koma í veg fyrir að leikárið yrði stöðvað. Tapið má rekja að stórum hluta til frestunar félagsins á sýningum á söngleiknum Rocky Horror og færslu á kostnaði hans á milli áranna 2009 og 2010. Upphaflega var áætlað að setja sýninguna upp haustið 2009, en því var frestað um ár. Þórgnýr Dýrfjörð, framkvæmdastjóri Akureyrarstofu, útskýrir framlög bæjarins sem eins konar kaup á tíma til að endurskipuleggja rekstur félagsins og veita því tækifæri að ná tökum. „Það fyrsta sem blasti við LA var að leikárið yrði stöðvað. Þess vegna leituðu þau til bæjarins til að byrja með,“ útskýrir Þórgnýr. María Sigurðardóttir leikhússtjóri segir ljóst að fjármálastjórn félagsins hafi ekki gengið nægilega vel, en Egill Arnar Sigurþórsson hefur nú látið af störfum sem framkvæmdastjóri eftir þriggja ára starf og Eiríkur Haukur Hauksson var ráðinn í hans stað. „Við værum ekki í þessari stöðu ef framkvæmdastjórnin hefði staðið sig og uppsögn hans tengist því að sjálfsögðu. En ég er ekki að segja að neitt ólöglegt hafi átt sér stað,” segir María og bætir við að hún sem leikhússtjóri beri vissulega líka ábyrgð á stöðu leikfélagsins. „Það er mjög leiðinlegt að þessi staða sé komin upp. Nú erum við að reyna að vinna okkur út úr þessu og fara ofan í saumana. Með tilliti til þess að við erum að fá bæinn til að hjálpa okkur,” segir hún. María segir að mikilvægt sé að átta sig á því að ársreikningur sé gerður fyrir áramót og nái því ekki yfir allt leikárið, sem sé frá hausti til vors. Allar sýningar LA á Rocky Horror í Menningarhúsinu Hofi á síðasta ári voru reknar með tapi. María segir það ekki liggja fyrir hversu miklu leikfélagið tapaði á sýningunum. „Við gerðum ákveðna áætlun og lentum í ýmsum óvæntum uppákomum. En ég get ekki farið út í nánari tölur eða skýringar á þessu,“ segir hún. „Ekkert ólöglegt hefur átt sér stað.“ sunna@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
María Sigurðardóttir Tap á rekstri Leikfélags Akureyrar (LA) á síðasta ári nam 67 milljónum króna, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum útreikninga. Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum á fimmtudag að greiða félaginu fyrir fram allt að 30 milljónir króna af væntanlegum framlögum næsta árs til að koma í veg fyrir að leikárið yrði stöðvað. Tapið má rekja að stórum hluta til frestunar félagsins á sýningum á söngleiknum Rocky Horror og færslu á kostnaði hans á milli áranna 2009 og 2010. Upphaflega var áætlað að setja sýninguna upp haustið 2009, en því var frestað um ár. Þórgnýr Dýrfjörð, framkvæmdastjóri Akureyrarstofu, útskýrir framlög bæjarins sem eins konar kaup á tíma til að endurskipuleggja rekstur félagsins og veita því tækifæri að ná tökum. „Það fyrsta sem blasti við LA var að leikárið yrði stöðvað. Þess vegna leituðu þau til bæjarins til að byrja með,“ útskýrir Þórgnýr. María Sigurðardóttir leikhússtjóri segir ljóst að fjármálastjórn félagsins hafi ekki gengið nægilega vel, en Egill Arnar Sigurþórsson hefur nú látið af störfum sem framkvæmdastjóri eftir þriggja ára starf og Eiríkur Haukur Hauksson var ráðinn í hans stað. „Við værum ekki í þessari stöðu ef framkvæmdastjórnin hefði staðið sig og uppsögn hans tengist því að sjálfsögðu. En ég er ekki að segja að neitt ólöglegt hafi átt sér stað,” segir María og bætir við að hún sem leikhússtjóri beri vissulega líka ábyrgð á stöðu leikfélagsins. „Það er mjög leiðinlegt að þessi staða sé komin upp. Nú erum við að reyna að vinna okkur út úr þessu og fara ofan í saumana. Með tilliti til þess að við erum að fá bæinn til að hjálpa okkur,” segir hún. María segir að mikilvægt sé að átta sig á því að ársreikningur sé gerður fyrir áramót og nái því ekki yfir allt leikárið, sem sé frá hausti til vors. Allar sýningar LA á Rocky Horror í Menningarhúsinu Hofi á síðasta ári voru reknar með tapi. María segir það ekki liggja fyrir hversu miklu leikfélagið tapaði á sýningunum. „Við gerðum ákveðna áætlun og lentum í ýmsum óvæntum uppákomum. En ég get ekki farið út í nánari tölur eða skýringar á þessu,“ segir hún. „Ekkert ólöglegt hefur átt sér stað.“ sunna@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira