Innlent

Fækkað mikið á Vestfjörðum

Ísafjörður.
Ísafjörður.
Félagsmál Íbúar Vestfjarða voru rúmlega sex þúsund færri í fyrra en þeir voru árið 1920. Íbúum í dreifbýli á svæðinu fækkaði úr rúmlega 8.500 í tæplega 700 á sama tíma. Þetta kom fram á ársfundi Byggðastofnunar á mánudag.

Stofnunin vinnur að verkefni um stöðu byggðarlaga með mikla fólksfækkun. Gefin verður út skýrsla um verkefnið í haust en sýnishorn úr henni var kynnt á fundinum. Í skýrslunni kemur einnig fram að á tímabilinu 1994 til 2009 varð yfir 20 prósenta fækkun í 21 sveitarfélagi. Mesta fækkunin varð í Árneshreppi, meiri en 50 prósent. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×