Innlent

Telja skrif Þórólfs árás á bændur

Sveinn Agnarsson
Sveinn Agnarsson
Landssamtök sauðfjárbænda (LS) hafa ákveðið að hætta viðskiptum við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vegna „ítrekaðra skrifa“ Þórólfs Matthíassonar, hagfræðiprófessors og deildarforseta hagfræðideildar, um sauðfjárrækt.

Þetta kom fram á vef Bændablaðsins í gær. Þar segir einnig að Sindri Sigurgeirsson, formaður LS, hafi fundað með Kristínu Ingólfsdóttur, rektor HÍ, í upphafi vikunnar þar sem hann kynnti henni gagnrýni samtakanna.

Bændablaðið segir hugmyndir hafa verið uppi um samvinnu LS og Hagfræðistofnunar um verkefni tengt hagræðingu í sláturiðnaði, en LS hefur nú hætt við.

Þótt Þórólfur sé, sem deildarforseti, ekki starfsmaður eða stjórnarmaðurHagfræðistofnunar telji LS náin tengsl þar á milli og þess vegna treysti sauðfjárbændur sér ekki til þess að vinna áfram með stofnuninni.

Sveinn Agnarsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar, segir í samtali við Fréttablaðið að viðskiptavinir stofnunarinnar ráði því hvort þeir leiti til hennar. Honum finnist þó ekki vegið að stofnuninni.

„Við höfum alltaf haft það sem skyldu að vinna eins hlutlægt og vandað og við getum og við höldum því bara áfram,“ sagði Sveinn.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×