LÍN stefnir hæstaréttardómara 23. ágúst 2011 06:00 Viðar Már Matthíasson Lánasjóður íslenskra námsmanna hefur stefnt Viðari Má Matthíassyni hæstaréttardómara fyrir dóm vegna ábyrgðar sem hann gekkst í fyrir tæpum þremur áratugum. „Lánasjóðurinn er að krefjast ógildingar á úrskurði málskotsnefndar, sem úrskurðaði að ábyrgð sem ég hafði gengist í á námsláni árið 1982 væri úr gildi fallin. Það eru nú öll ósköpin,“ segir Viðar, sem kveður málið ekki mikið að vöxtum en hann skilji þó að það veki athygli, enda sárasjaldan sem hæstaréttardómarar eru dregnir fyrir dóm. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins snýst deilan um tuttugu ára hámarksuppgreiðslutíma af láninu, eins og áskilið var í öllum samningum um svonefnd V-námslán LÍN, sem voru þau fyrstu sem veitt voru. Þá greiddi lánþegi af láninu í tuttugu ár en að því loknu féllu eftirstöðvarnar niður. Í þessu tilviki hafði lánþeginn fengið undanþágur frá greiðslum vegna aðstæðna, og var auk þess með ólíkar tegundir af lánum sem hann greiddi af samtímis og allt þetta flækti málið töluvert. Ágreiningur er nú um hvort ábyrgð Viðars hafi fallið úr gildi þegar tuttugu ára hámarksuppgreiðslutíminn var liðinn. Málið er talið geta verið fordæmisgefandi að einhverju leyti. Það verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudaginn kemur. - sh Fréttir Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Fleiri fréttir Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Sjá meira
Lánasjóður íslenskra námsmanna hefur stefnt Viðari Má Matthíassyni hæstaréttardómara fyrir dóm vegna ábyrgðar sem hann gekkst í fyrir tæpum þremur áratugum. „Lánasjóðurinn er að krefjast ógildingar á úrskurði málskotsnefndar, sem úrskurðaði að ábyrgð sem ég hafði gengist í á námsláni árið 1982 væri úr gildi fallin. Það eru nú öll ósköpin,“ segir Viðar, sem kveður málið ekki mikið að vöxtum en hann skilji þó að það veki athygli, enda sárasjaldan sem hæstaréttardómarar eru dregnir fyrir dóm. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins snýst deilan um tuttugu ára hámarksuppgreiðslutíma af láninu, eins og áskilið var í öllum samningum um svonefnd V-námslán LÍN, sem voru þau fyrstu sem veitt voru. Þá greiddi lánþegi af láninu í tuttugu ár en að því loknu féllu eftirstöðvarnar niður. Í þessu tilviki hafði lánþeginn fengið undanþágur frá greiðslum vegna aðstæðna, og var auk þess með ólíkar tegundir af lánum sem hann greiddi af samtímis og allt þetta flækti málið töluvert. Ágreiningur er nú um hvort ábyrgð Viðars hafi fallið úr gildi þegar tuttugu ára hámarksuppgreiðslutíminn var liðinn. Málið er talið geta verið fordæmisgefandi að einhverju leyti. Það verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudaginn kemur. - sh
Fréttir Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Fleiri fréttir Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Sjá meira