Innlent

Áttu von á fleiri umsóknum

Nýsköpun Í fyrra gleymdu sum nýsköpunarfyrirtækin að sækja fé sem þau eiga rétt á að fá frá ríkinu, segir Sigurður Björnsson. Umsóknarfresturinn í ár rennur út um mánaðamótin.
Fréttablaðið/E.Ól.
Nýsköpun Í fyrra gleymdu sum nýsköpunarfyrirtækin að sækja fé sem þau eiga rétt á að fá frá ríkinu, segir Sigurður Björnsson. Umsóknarfresturinn í ár rennur út um mánaðamótin. Fréttablaðið/E.Ól.
Um mánaðamótin rennur út umsóknarfrestur um endurgreiðslu vegna útlagðs kostnaðar nýsköpunarfyrirtækja vegna rannsóknarstarfs og þess háttar.

Nýsköpunar- og rannsóknarfyrirtækin eiga rétt á þessari endurgreiðslu, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Hún getur numið talsverðum upphæðum, eða tuttugu prósentum af kostnaði vegna rannsókna og nýsköpunar.

Í fyrra sóttu um 140 fyrirtæki um slíkar greiðslur til Ranníss. Sigurður Björnsson, fagstjóri nýsköpunar og tækniþróunar hjá Rannís, segist hafa átt von á ívið fleiri umsóknum.

„Það voru margir sem höfðu samband eftir að umsóknarfresturinn rann út og sögðust bara hafa misst af þessu,“ segir hann til skýringar. Í ár virðist margir ætla að bíða fram á síðustu stundu að sækja um endurgreiðslur, en Sigurður segist þó eiga von á fleiri umsóknum nú.

Alþingi samþykkti umrætt frumvarp fjármálaráðherra 2009, en það stóðst í fyrsta kasti ekki skoðun ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA. Eftir umfjöllun ESA var lögunum breytt þannig að eðli endurgreiðslnanna breyttist en upphæðirnar hækkuðu á móti. - kóþ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×