Ferðamenn aldrei verið fleiri 23. ágúst 2011 05:30 ferðamenn Útlit er fyrir að erlendum ferðamönnum fjölgi hér á landi um 20 prósent frá árinu 2010. Alls munu um 600 þúsund manns sækja landið heim. fréttablaðið/þorgils Mynd/þorgils jónsson birkir hólm guðnason Reiknað er með að farþegar Icelandair árið 2011 verði tæplega 1,8 milljónir talsins og hafa þeir aldrei verið fleiri. Átakið Inspired by Iceland er talið hafa skilað sér vel. Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, segir að reikna megi með því að erlendum ferðamönnum hér á landi fjölgi um 20 prósent frá árinu 2010 og þeim sem um Leifsstöð fara um 22 prósent. Það gæti skilað um 600 þúsund erlendum ferðamönnum til landsins á árinu 2011. „Við spáðum 15 til 20 prósenta aukningu fyrir árið í vor og byggðum það á bókunarstöðunni. Við sáum hvaða áhrif eldgosið í fyrra hafði og sáum því fram á auknar bókanir. Þeir voru ekki margir sem trúðu þessu en nú stefnir í að þetta náist.“ Birkir segir að bókunarstaða frá og með haustinu sé mun betri en í fyrra. Spáð sé hátt í 30 prósenta aukningu fyrir september, október og nóvember. „Í fyrra lentum við í eldgosi og þá var mikið afbókað. Þá var farið í átakið Inspired by Iceland, sem tókst vel. Fjöldi ferðamanna hélst nokkuð í horfinu.“ Birkir segir eldgosið hafa haft veruleg áhrif til skamms tíma en til langs tíma hafi það haft góð áhrif til kynningar á Íslandi. Þá sé fjölgunin niðurstaða markaðsherferðar félagsins, sem hafi haldið átakinu áfram. „Þetta eru fyrst og fremst sölu- og markaðsmál sem eru að virka. Það þarf að sækja farþegana. Það eru margir sem halda að þeir bíði í röðum á erlendum skrifstofum, en svo er ekki.“ Ekki er enn ljóst hve miklum tekjum fjölgunin skilar, en búist er við töluverðri tekjuaukningu í ferðaþjónustu á árinu. Birkir segir eina ástæðu fjölgunarinnar vera aukið framboð á ferðum hjá félaginu og því fylgi aukinn kostnaður. Fyrirhugað er nýtt markaðsátak á vegum iðnaðarráðuneytisins og hagsmunaaðila. Þar verður Ísland kynnt sem vetraráfangastaður. Birkir segir gríðarlega mikil tækifæri fólgin í því og um ánægjulegar fréttir sé að ræða. „Við vonum bara að allir séu í stakk búnir til að taka við þessum aukna fjölda.“ - kóp Fréttir Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
birkir hólm guðnason Reiknað er með að farþegar Icelandair árið 2011 verði tæplega 1,8 milljónir talsins og hafa þeir aldrei verið fleiri. Átakið Inspired by Iceland er talið hafa skilað sér vel. Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, segir að reikna megi með því að erlendum ferðamönnum hér á landi fjölgi um 20 prósent frá árinu 2010 og þeim sem um Leifsstöð fara um 22 prósent. Það gæti skilað um 600 þúsund erlendum ferðamönnum til landsins á árinu 2011. „Við spáðum 15 til 20 prósenta aukningu fyrir árið í vor og byggðum það á bókunarstöðunni. Við sáum hvaða áhrif eldgosið í fyrra hafði og sáum því fram á auknar bókanir. Þeir voru ekki margir sem trúðu þessu en nú stefnir í að þetta náist.“ Birkir segir að bókunarstaða frá og með haustinu sé mun betri en í fyrra. Spáð sé hátt í 30 prósenta aukningu fyrir september, október og nóvember. „Í fyrra lentum við í eldgosi og þá var mikið afbókað. Þá var farið í átakið Inspired by Iceland, sem tókst vel. Fjöldi ferðamanna hélst nokkuð í horfinu.“ Birkir segir eldgosið hafa haft veruleg áhrif til skamms tíma en til langs tíma hafi það haft góð áhrif til kynningar á Íslandi. Þá sé fjölgunin niðurstaða markaðsherferðar félagsins, sem hafi haldið átakinu áfram. „Þetta eru fyrst og fremst sölu- og markaðsmál sem eru að virka. Það þarf að sækja farþegana. Það eru margir sem halda að þeir bíði í röðum á erlendum skrifstofum, en svo er ekki.“ Ekki er enn ljóst hve miklum tekjum fjölgunin skilar, en búist er við töluverðri tekjuaukningu í ferðaþjónustu á árinu. Birkir segir eina ástæðu fjölgunarinnar vera aukið framboð á ferðum hjá félaginu og því fylgi aukinn kostnaður. Fyrirhugað er nýtt markaðsátak á vegum iðnaðarráðuneytisins og hagsmunaaðila. Þar verður Ísland kynnt sem vetraráfangastaður. Birkir segir gríðarlega mikil tækifæri fólgin í því og um ánægjulegar fréttir sé að ræða. „Við vonum bara að allir séu í stakk búnir til að taka við þessum aukna fjölda.“ - kóp
Fréttir Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira