Innlent

Efla samstarf og viðskipti

Jón bjarnason og Oliveira Mikill hagvöxtur hefur verið í Brasilíu síðustu ár og er landið nú orðið sjöunda stærsta hagkerfi heims.
Jón bjarnason og Oliveira Mikill hagvöxtur hefur verið í Brasilíu síðustu ár og er landið nú orðið sjöunda stærsta hagkerfi heims.
Luis Sergio Oliveira, sjávarútvegs- og fiskeldisráðherra Brasilíu, er í heimsókn á Íslandi. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, tók á móti honum í gær.

Ráðherrarnir ræddu meðal annars um sjávarútveg, fiskveiðistjórnun og starfsemi Sjávarútvegsháskóla Sameinuðu þjóðanna sem hefur aðsetur á Íslandi.

Þá undirrituðu þeir viljayfirlýsingu um samstarf og viðskipti landanna. - mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×