Tímarammi þyrlukaupa skýrist brátt 20. ágúst 2011 05:00 Ögmundur Jónasson Þyrluleysi Alvarlegt ástand Innanríkisráðherra segir að lágmark sé að tvær björgunarþyrlur séu til taks. Þyrlukaup standa til en nákvæmari tímarammi skýrist mögulega á ríkisstjórnarfundi í næstu viku. Á myndinni má sjá flugflota Gæslunnar á flugi yfir Reykjavík. FRéttablaðið/Vilhelm Tímasetning á kaupum nýrrar björgunarþyrlu fyrir Landhelgisgæsluna gæti skýrst á fundi ríkisstjórnar í næstu viku. Þetta segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra í samtali við Fréttablaðið, en þyrlukostur gæslunnar komst í sviðsljósið í fyrradag þegar hvorug þyrlan var til taks þegar á þurfti að halda. TF-GNÁ er sem stendur í reglubundinni skoðun erlendis og er ekki væntanleg aftur til landsins fyrr en eftir þrjár vikur. Óvænt bilun í TF-LÍF varð síðan til þess að hún var ekki flughæf. Beðið var eftir varahlut til að koma henni í gagnið aftur og lauk viðgerð samkvæmt áætlun í gær. Gæslan kallaði þess í stað til þyrlu frá Norðurflugi til að sækja mann sem hafði fótbrotnað í helli í Kverkfjöllum. Ögmundur segir grundvallarregluna að tvær björgunarþyrlur hið minnsta séu ávallt til taks en ástandið síðustu daga heyri til algerra undantekninga. „Þetta er auðvitað mjög alvarlegt, því að við viljum hafa þessi mál í góðu lagi,“ segir hann og bætir við að helst eigi þrjár þyrlur að vera til staðar. Enda standi til að fjölga í þyrlukosti gæslunnar og gætu farið að berast tíðindi af þeim málum fljótlega. „Við höfum verið í kaupferli með Norðmönnum að leita að nýrri þyrlu og sú vinna stendur enn yfir. Við höfum enn ekki staðfest dagsetningar í því efni, en það verður tekið til umfjöllunar í ríkisstjórn í næstu viku.“ Ögmundur bætir því við að stóra málið sé nú að sjá til þess að fyllsta öryggis sé gætt. Reglubundið viðhald er hluti af því að tryggja öryggi að hans sögn, enda eigi þyrlurnar síður að bila ef þeim er vel við haldið. Áætlað er að LÍF fari utan í byrjun næsta árs til stærri viðhaldsskoðunar, en sú aðgerð mun taka um fjóra mánuði. GNÁ mun hins vegar ekki verða ein eftir á vaktinni að sögn Ögmundar. „Þyrlan mun ekki fara út nema önnur þyrla komi í hennar stað.“ thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Þyrluleysi Alvarlegt ástand Innanríkisráðherra segir að lágmark sé að tvær björgunarþyrlur séu til taks. Þyrlukaup standa til en nákvæmari tímarammi skýrist mögulega á ríkisstjórnarfundi í næstu viku. Á myndinni má sjá flugflota Gæslunnar á flugi yfir Reykjavík. FRéttablaðið/Vilhelm Tímasetning á kaupum nýrrar björgunarþyrlu fyrir Landhelgisgæsluna gæti skýrst á fundi ríkisstjórnar í næstu viku. Þetta segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra í samtali við Fréttablaðið, en þyrlukostur gæslunnar komst í sviðsljósið í fyrradag þegar hvorug þyrlan var til taks þegar á þurfti að halda. TF-GNÁ er sem stendur í reglubundinni skoðun erlendis og er ekki væntanleg aftur til landsins fyrr en eftir þrjár vikur. Óvænt bilun í TF-LÍF varð síðan til þess að hún var ekki flughæf. Beðið var eftir varahlut til að koma henni í gagnið aftur og lauk viðgerð samkvæmt áætlun í gær. Gæslan kallaði þess í stað til þyrlu frá Norðurflugi til að sækja mann sem hafði fótbrotnað í helli í Kverkfjöllum. Ögmundur segir grundvallarregluna að tvær björgunarþyrlur hið minnsta séu ávallt til taks en ástandið síðustu daga heyri til algerra undantekninga. „Þetta er auðvitað mjög alvarlegt, því að við viljum hafa þessi mál í góðu lagi,“ segir hann og bætir við að helst eigi þrjár þyrlur að vera til staðar. Enda standi til að fjölga í þyrlukosti gæslunnar og gætu farið að berast tíðindi af þeim málum fljótlega. „Við höfum verið í kaupferli með Norðmönnum að leita að nýrri þyrlu og sú vinna stendur enn yfir. Við höfum enn ekki staðfest dagsetningar í því efni, en það verður tekið til umfjöllunar í ríkisstjórn í næstu viku.“ Ögmundur bætir því við að stóra málið sé nú að sjá til þess að fyllsta öryggis sé gætt. Reglubundið viðhald er hluti af því að tryggja öryggi að hans sögn, enda eigi þyrlurnar síður að bila ef þeim er vel við haldið. Áætlað er að LÍF fari utan í byrjun næsta árs til stærri viðhaldsskoðunar, en sú aðgerð mun taka um fjóra mánuði. GNÁ mun hins vegar ekki verða ein eftir á vaktinni að sögn Ögmundar. „Þyrlan mun ekki fara út nema önnur þyrla komi í hennar stað.“ thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira