Ólafur Björn: Stefnan sett á sigur eins og ávallt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. ágúst 2011 06:00 Ólafur Björn lék vel á Wyndham-mótinu í Bandaríkjunum í gær. Ólafur Björn Loftsson fór vel af stað á Wyndham PGA-mótinu í Norður-Karólínuríki í gær og lék á tveimur höggum undir pari. Var hann vel fyrir ofan miðjan hóp og á góðan möguleika á að komast í gegnum niðurskurðinn ef hann heldur sig á sömu braut. Samtals lék hann á 68 höggum eða tveimur undir pari vallarins. og endaði í 41. sæti ásamt fleiri kylfingum. Hann byrjaði reyndar ekki vel og fékk skramba á fyrstu holu. Það reyndist í eina skiptið sem hann lék holu á yfir pari. „Þetta var alvöru byrjun," sagði hann í léttum dúr. „Ætli ég hafi ekki verið örlítið stressaður og svo lenti ég þar að auki utan brautar þar sem ég var í þykkum karga. Þetta er þar að auki erfið hola og var pinninn til að mynda á erfiðum stað." Er með sterkar taugarHann segist ekki hafa svekkt sig á þessari byrjun. „Ég átti von á því að þetta yrði erfitt í dag en sem betur fer náði ég að halda dampi. Ég er með sterkar taugar og á ekki í erfiðleikum með að höndla pressuna sem fylgir því að leika á svona sterku móti. Ég hafði vissulega ekkert gaman af því að fá þessa erfiðu byrjun en það kom heldur ekkert annað til greina en að halda áfram að spila mitt golf." Það var einmitt það sem Ólafur Björn gerði. Hann fékk þrjá fugla á næstu fimm holum. Hann fékk svo annan fugl á seinni níu og skilaði sér í hús á tveimur höggum undir pari. „Ég sló fullt af frábærum golfhöggum í dag og hitti flestar brautirnar – allar nema tvær. Ég kom mér líka í fuglafæri á flestum holum þar að auki og ég tel það vera mjög gott að vera á fjórum höggum undir pari á síðustu sautján holunum. Ég hefði jafnvel getað náð enn betri árangri ef fleiri pútt hefðu dottið ofan í hjá mér." Hann lék í holli með Ástralanum Cameron Percy og Billy Horschel frá Bandaríkjunum í gær og verður með þeim aftur í dag. Öllum gekk þeim vel í gær – Percy lék á tveimur undir og Horschel á þremur undir. „Þetta voru flottir gaurar og létt yfir okkur öllum. Mér leið virkilega vel úti á vellinum." Hugsar ekki um niðurskurðinnÍ dag fellur um helmingur kylfinganna úr leik en ekki er ólíklegt að Ólafur Björn þurfi að spila jafn vel í dag til að komast í gegnum hann. En því er hann ekki að velta fyrir sér nú. „Ég fer ekki í mót og hugsa um niðurskurðinn. Ég fer í öll mót til að vinna og það á einnig við nú. Ég mun aðeins hugsa um minn leik og að gera mitt besta. Ég mun hugsa um eitt högg í einu og svo kemur í ljós hverju það skilar. Það er full ástæða til að ætla að ég geti gert enn betur á morgun. Það eru engin takmörk fyrir því." Margir þekktir kylfingar keppa á mótinu og sumir spiluðu verr en Ólafur í gær. Til að mynda hinn skrautlegi John Daly og Írinn Padraig Harrington, sem báðir voru á höggi undir pari í gær. „Þetta er draumurinn og hérna vil ég vera. Ég mun gera allt sem ég get til að láta það rætast. Ég útskrifast úr skóla næsta vor og ætla mér að gerast atvinnumaður þá. Ég stefni að því að spila með þessum köppum reglulega þá." Ólafur Björn ræsir út klukkan 17.50 á íslenskum tíma í dag og spilar í sama holli og í dag. eirikur@frettabladid.is Golf Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Fleiri fréttir Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Sjá meira
Ólafur Björn Loftsson fór vel af stað á Wyndham PGA-mótinu í Norður-Karólínuríki í gær og lék á tveimur höggum undir pari. Var hann vel fyrir ofan miðjan hóp og á góðan möguleika á að komast í gegnum niðurskurðinn ef hann heldur sig á sömu braut. Samtals lék hann á 68 höggum eða tveimur undir pari vallarins. og endaði í 41. sæti ásamt fleiri kylfingum. Hann byrjaði reyndar ekki vel og fékk skramba á fyrstu holu. Það reyndist í eina skiptið sem hann lék holu á yfir pari. „Þetta var alvöru byrjun," sagði hann í léttum dúr. „Ætli ég hafi ekki verið örlítið stressaður og svo lenti ég þar að auki utan brautar þar sem ég var í þykkum karga. Þetta er þar að auki erfið hola og var pinninn til að mynda á erfiðum stað." Er með sterkar taugarHann segist ekki hafa svekkt sig á þessari byrjun. „Ég átti von á því að þetta yrði erfitt í dag en sem betur fer náði ég að halda dampi. Ég er með sterkar taugar og á ekki í erfiðleikum með að höndla pressuna sem fylgir því að leika á svona sterku móti. Ég hafði vissulega ekkert gaman af því að fá þessa erfiðu byrjun en það kom heldur ekkert annað til greina en að halda áfram að spila mitt golf." Það var einmitt það sem Ólafur Björn gerði. Hann fékk þrjá fugla á næstu fimm holum. Hann fékk svo annan fugl á seinni níu og skilaði sér í hús á tveimur höggum undir pari. „Ég sló fullt af frábærum golfhöggum í dag og hitti flestar brautirnar – allar nema tvær. Ég kom mér líka í fuglafæri á flestum holum þar að auki og ég tel það vera mjög gott að vera á fjórum höggum undir pari á síðustu sautján holunum. Ég hefði jafnvel getað náð enn betri árangri ef fleiri pútt hefðu dottið ofan í hjá mér." Hann lék í holli með Ástralanum Cameron Percy og Billy Horschel frá Bandaríkjunum í gær og verður með þeim aftur í dag. Öllum gekk þeim vel í gær – Percy lék á tveimur undir og Horschel á þremur undir. „Þetta voru flottir gaurar og létt yfir okkur öllum. Mér leið virkilega vel úti á vellinum." Hugsar ekki um niðurskurðinnÍ dag fellur um helmingur kylfinganna úr leik en ekki er ólíklegt að Ólafur Björn þurfi að spila jafn vel í dag til að komast í gegnum hann. En því er hann ekki að velta fyrir sér nú. „Ég fer ekki í mót og hugsa um niðurskurðinn. Ég fer í öll mót til að vinna og það á einnig við nú. Ég mun aðeins hugsa um minn leik og að gera mitt besta. Ég mun hugsa um eitt högg í einu og svo kemur í ljós hverju það skilar. Það er full ástæða til að ætla að ég geti gert enn betur á morgun. Það eru engin takmörk fyrir því." Margir þekktir kylfingar keppa á mótinu og sumir spiluðu verr en Ólafur í gær. Til að mynda hinn skrautlegi John Daly og Írinn Padraig Harrington, sem báðir voru á höggi undir pari í gær. „Þetta er draumurinn og hérna vil ég vera. Ég mun gera allt sem ég get til að láta það rætast. Ég útskrifast úr skóla næsta vor og ætla mér að gerast atvinnumaður þá. Ég stefni að því að spila með þessum köppum reglulega þá." Ólafur Björn ræsir út klukkan 17.50 á íslenskum tíma í dag og spilar í sama holli og í dag. eirikur@frettabladid.is
Golf Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Fleiri fréttir Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Sjá meira