Tvöfaldur sigur hjá GR Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. ágúst 2011 07:00 Karlasveit GR fagnaði vel sigrinum á heimamönnum í GKG á Leirdalsvelli í gær. Fréttablaðið/Daníel Vindasamt á Hvaleyrarvelli Það blés vel á kvennalið GR sem sigruðu Keiliskonur annað árið í röð.Fréttablaðið/Daníel Golfklúbbur Reykjavíkur vann sigur í karla- og kvennaflokki í Sveitakeppni GSÍ sem fram fór um helgina Þetta er annað árið í röð sem GR vinnur tvöfalt. Karlasveit GR lagði sveit Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar 3-2 í úrslitum í Sveitakeppninni á Leirdalsvelli í Garðabænum í gær. Hvort lið vann tvær viðureignir í tvímenningi þar sem leikin er holukeppni maður gegn manni. Í fjórmenningi, þar sem tveir leika gegn tveimur, hafði GR betur í bráðabana eftir að staðan var jöfn að loknum 18 holum. „Það er frábært afreksstarf í gangi hjá GR. Ég er orðinn næstelstur í þessu lið þótt ég sé bara 26 ára. Við erum með marga mjög góða unga stráka sem eru að spila frábærlega,“ sagði Stefán Már Stefánsson liðsmaður GR sem lék í fjórmenningnum í gær ásamt Arnóri Inga Finnbjörnssyni. Stefán Már segir úr góðum hópi kylfinga að velja hjá GR og því sé hörkusamkeppni að tryggja sér sæti í sveitinni. Kvennasveit GR mætti Golfklúbbnum Keili í úrslitum á Hvaleyrarvelli. Líkt og í karlaflokki voru leikar jafnir að loknum fjórum viðureignum í tvímenningi. Á 19. holu í fjórmenningnum tryggðu stelpurnar í GR sér sigur. „Þetta var mjög stressandi. Ég var alveg að fara á taugum á tímabili,“ sagði Hildur Kristín Þorvarðardóttir sem tryggði GR-stelpunum sigur í fjórmenningnum ásamt Írisi Kötlu Guðmundsdóttur. Þetta er annað árið í röð sem GR leggur GK að velli í úrslitum Sveitakeppninnar. „Mér fannst skemmtilegra að vinna þetta núna af því að það voru ekki allar Keiliskonurnar með í fyrra. Núna sýndum við öllum að við gætum þetta,“ sagði Hildur Kristín. Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Vindasamt á Hvaleyrarvelli Það blés vel á kvennalið GR sem sigruðu Keiliskonur annað árið í röð.Fréttablaðið/Daníel Golfklúbbur Reykjavíkur vann sigur í karla- og kvennaflokki í Sveitakeppni GSÍ sem fram fór um helgina Þetta er annað árið í röð sem GR vinnur tvöfalt. Karlasveit GR lagði sveit Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar 3-2 í úrslitum í Sveitakeppninni á Leirdalsvelli í Garðabænum í gær. Hvort lið vann tvær viðureignir í tvímenningi þar sem leikin er holukeppni maður gegn manni. Í fjórmenningi, þar sem tveir leika gegn tveimur, hafði GR betur í bráðabana eftir að staðan var jöfn að loknum 18 holum. „Það er frábært afreksstarf í gangi hjá GR. Ég er orðinn næstelstur í þessu lið þótt ég sé bara 26 ára. Við erum með marga mjög góða unga stráka sem eru að spila frábærlega,“ sagði Stefán Már Stefánsson liðsmaður GR sem lék í fjórmenningnum í gær ásamt Arnóri Inga Finnbjörnssyni. Stefán Már segir úr góðum hópi kylfinga að velja hjá GR og því sé hörkusamkeppni að tryggja sér sæti í sveitinni. Kvennasveit GR mætti Golfklúbbnum Keili í úrslitum á Hvaleyrarvelli. Líkt og í karlaflokki voru leikar jafnir að loknum fjórum viðureignum í tvímenningi. Á 19. holu í fjórmenningnum tryggðu stelpurnar í GR sér sigur. „Þetta var mjög stressandi. Ég var alveg að fara á taugum á tímabili,“ sagði Hildur Kristín Þorvarðardóttir sem tryggði GR-stelpunum sigur í fjórmenningnum ásamt Írisi Kötlu Guðmundsdóttur. Þetta er annað árið í röð sem GR leggur GK að velli í úrslitum Sveitakeppninnar. „Mér fannst skemmtilegra að vinna þetta núna af því að það voru ekki allar Keiliskonurnar með í fyrra. Núna sýndum við öllum að við gætum þetta,“ sagði Hildur Kristín.
Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira