Grunnstoðir - fyrir nemendur með lestrarerfiðleika 9. ágúst 2011 12:23 Anney segir að námsleiðirnar Aftur í nám og Grunnmenntaskólinn hafi verið vinsælar hvor í sínu lagi. Mímir símenntun býður upp á námsleiðina Grunnstoðir fyrir fólk sem ekki er með formlega grunnmenntun og stríðir við lestrarerfiðleika. Grunnstoðir verða nú kenndar í fyrsta skipti hjá Mími að sögn Anneyjar Þ. Þorvaldsdóttur, verkefnastjóra hjá Mími símenntun. „Grunnstoðir er námsleið sem samanstendur af tveimur öðrum námsleiðum sem steypt hefur verið saman í eina, það er Aftur í nám og Grunnmenntaskólann," segir Anney hjá Mími símenntun. Með samþættingunni fæst tækifæri til þess að bæta við þjálfun í notkun gagnlegra tölvuforrita, til dæmis Easy Tutor. Auk þess mun sami náms- og starfsráðgjafinn fylgja hópnum eftir og styðja frá upphafi til loka. Anney segir að nemendur fái einkatíma í lesblinduleiðréttingu hjá Davis-ráðgjafa. „Í framhaldinu hafa nemendurnir verið þjálfaðir í notkun aðferðarinnar við íslensku- og tölvunám," upplýsir Anney. „Í Grunnmenntaskóla er kennd íslenska, stærðfræði, enska og tölvur en einnig sjálfstyrking, námstækni, framsögn og ræðumennska. Þetta hefur ekki verið sérstaklega í boði fyrir lesblinda áður en við ákváðum að laga Grunnmenntaskólann að þeim hópi," segir Anney og bætir við að lesblindir nemendur geti með þessari nýjung spreytt sig í fjölbreyttari námsgreinum. Innt eftir því af hverju ákveðið hafi verið að fara af stað með Grunnstoðir segir Anney: „Það hefur komið fyrir að fólk með lesblindu sem kemur beint inn í Grunnmenntaskólann á erfitt uppdráttar og fer þá í Aftur í nám. Það er ekki alveg rétta röðin. Þarna fær það grunninn og getur svo haldið áfram og klárað Grunnmenntaskólann." Anney segir að margir þeirra sem farið hafa í Aftur í nám hafi verið með brotna skólagöngu að baki. „Margir hafa ekki farið í framhaldsskóla eða eru með slæma reynslu af námi," útskýrir Anney og tekur fram að Grunnstoðir snúist mikið til um að byggja upp jákvætt viðhorf gagnvart námi. „Þetta snýst um að byggja einstaklinginn upp. Nám getur verið skemmtilegt og allir geta stundað nám." Aðspurð segir Anney að kennt verði alla morgna, frá mánudegi til föstudags. Grunnstoðir hefjast 30. september og standa fram í desember. Skráning stendur yfir. Sérblöð Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Sjá meira
Mímir símenntun býður upp á námsleiðina Grunnstoðir fyrir fólk sem ekki er með formlega grunnmenntun og stríðir við lestrarerfiðleika. Grunnstoðir verða nú kenndar í fyrsta skipti hjá Mími að sögn Anneyjar Þ. Þorvaldsdóttur, verkefnastjóra hjá Mími símenntun. „Grunnstoðir er námsleið sem samanstendur af tveimur öðrum námsleiðum sem steypt hefur verið saman í eina, það er Aftur í nám og Grunnmenntaskólann," segir Anney hjá Mími símenntun. Með samþættingunni fæst tækifæri til þess að bæta við þjálfun í notkun gagnlegra tölvuforrita, til dæmis Easy Tutor. Auk þess mun sami náms- og starfsráðgjafinn fylgja hópnum eftir og styðja frá upphafi til loka. Anney segir að nemendur fái einkatíma í lesblinduleiðréttingu hjá Davis-ráðgjafa. „Í framhaldinu hafa nemendurnir verið þjálfaðir í notkun aðferðarinnar við íslensku- og tölvunám," upplýsir Anney. „Í Grunnmenntaskóla er kennd íslenska, stærðfræði, enska og tölvur en einnig sjálfstyrking, námstækni, framsögn og ræðumennska. Þetta hefur ekki verið sérstaklega í boði fyrir lesblinda áður en við ákváðum að laga Grunnmenntaskólann að þeim hópi," segir Anney og bætir við að lesblindir nemendur geti með þessari nýjung spreytt sig í fjölbreyttari námsgreinum. Innt eftir því af hverju ákveðið hafi verið að fara af stað með Grunnstoðir segir Anney: „Það hefur komið fyrir að fólk með lesblindu sem kemur beint inn í Grunnmenntaskólann á erfitt uppdráttar og fer þá í Aftur í nám. Það er ekki alveg rétta röðin. Þarna fær það grunninn og getur svo haldið áfram og klárað Grunnmenntaskólann." Anney segir að margir þeirra sem farið hafa í Aftur í nám hafi verið með brotna skólagöngu að baki. „Margir hafa ekki farið í framhaldsskóla eða eru með slæma reynslu af námi," útskýrir Anney og tekur fram að Grunnstoðir snúist mikið til um að byggja upp jákvætt viðhorf gagnvart námi. „Þetta snýst um að byggja einstaklinginn upp. Nám getur verið skemmtilegt og allir geta stundað nám." Aðspurð segir Anney að kennt verði alla morgna, frá mánudegi til föstudags. Grunnstoðir hefjast 30. september og standa fram í desember. Skráning stendur yfir.
Sérblöð Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Sjá meira