Skálmöld klár í Ólympíuleikana 2. ágúst 2011 14:00 Björgvin Sigurðsson úr Skálmöld og Aðalbjörn Tryggvason úr Sólstöfum eru á leiðinni til Þýskalands. fréttablaðið/valli „Það væri gaman að fá sér eina bratwurst með Ozzy,“ segir Björgvin Sigurðsson, söngvari og gítarleikari Skálmaldar sem spilar á Wacken-hátíðinni í Þýskalandi ásamt Ozzy Osbourne. Þungarokkssveitin sleppti því að fara í útilegu um verslunarmannahelgina og æfði þess í stað fyrir Wacken sem hefst á fimmtudag og stendur yfir til laugardags. Þar stíga einnig á svið rokkrisar á borð við Ozzy, Judas Priest og Motörhead. Aðspurður segir Björgvin að Skálmöld sé í fínu formi eftir tónleikaferð um Ísland og Færeyjar með færeysku rokkurunum í Hamferð. „Það var ágætis upphitun og æfingabúðir fyrir Ólympíuleikana í þungarokki,“ segir hann hress. Plata Skálmaldar, Baldur, er nýkomin út í Evrópu hjá fyrirtækinu Napalm Records. Hún kemur út í Bandaríkjunum í byrjun ágúst. Hún hefur selst í yfir 2.500 eintökum hér á landi ef sala á Tonlist.is er tekin með í reikninginn, sem er framar björtustu vonum. Dauðarokkararnir í Atrum, sem unnu Wacken Metal-hljómsveitakeppnina hér á landi í vetur, verða einnig á Wacken-hátíðinni. Þar taka þeir þátt fyrir Íslands hönd í úrslitakeppninni. Einnig verða þar þungarokkarnir í Sólstöfum. Þeir verða með hlustunarpartí fyrir blaðamenn vegna nýrrar plötu sinnar, Svartir sandar, sem kemur út í Evrópu og Bandaríkjunum í október á vegum frönsku útgáfunnar Season of Mist. Einnig ætlar helmingur sveitarinnar að róta fyrir Skálmöld á tónleikum þeirra. „Þeir verða á svæðinu og buðu fram aðstoð sína. Það var afskaplega fallega gert hjá þeim,“ segir Björgvin. -fb Tónlist Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Það væri gaman að fá sér eina bratwurst með Ozzy,“ segir Björgvin Sigurðsson, söngvari og gítarleikari Skálmaldar sem spilar á Wacken-hátíðinni í Þýskalandi ásamt Ozzy Osbourne. Þungarokkssveitin sleppti því að fara í útilegu um verslunarmannahelgina og æfði þess í stað fyrir Wacken sem hefst á fimmtudag og stendur yfir til laugardags. Þar stíga einnig á svið rokkrisar á borð við Ozzy, Judas Priest og Motörhead. Aðspurður segir Björgvin að Skálmöld sé í fínu formi eftir tónleikaferð um Ísland og Færeyjar með færeysku rokkurunum í Hamferð. „Það var ágætis upphitun og æfingabúðir fyrir Ólympíuleikana í þungarokki,“ segir hann hress. Plata Skálmaldar, Baldur, er nýkomin út í Evrópu hjá fyrirtækinu Napalm Records. Hún kemur út í Bandaríkjunum í byrjun ágúst. Hún hefur selst í yfir 2.500 eintökum hér á landi ef sala á Tonlist.is er tekin með í reikninginn, sem er framar björtustu vonum. Dauðarokkararnir í Atrum, sem unnu Wacken Metal-hljómsveitakeppnina hér á landi í vetur, verða einnig á Wacken-hátíðinni. Þar taka þeir þátt fyrir Íslands hönd í úrslitakeppninni. Einnig verða þar þungarokkarnir í Sólstöfum. Þeir verða með hlustunarpartí fyrir blaðamenn vegna nýrrar plötu sinnar, Svartir sandar, sem kemur út í Evrópu og Bandaríkjunum í október á vegum frönsku útgáfunnar Season of Mist. Einnig ætlar helmingur sveitarinnar að róta fyrir Skálmöld á tónleikum þeirra. „Þeir verða á svæðinu og buðu fram aðstoð sína. Það var afskaplega fallega gert hjá þeim,“ segir Björgvin. -fb
Tónlist Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira