Við kaupum ekkert hér! Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 7. júlí 2011 07:15 „Góða kvöldið, langar þig í 30 prósent ódýrara internet?" spurði ungæðisleg karlmannsrödd eftir að hafa hringt dyrasímanum mínum um kvöld. „Nei, takk," sagði ég úrill og gerði mig líklega til að leggja á. Þá bætti hann hraðmæltur við „en síma, en 30 prósent ódýrari síma!?" Ég neitaði því einnig. Lamdi dyrasímann aftur á sinn stað, strunsaði inn í barnaherbergið og reyndi að koma böndum á þá upplausn sem hringing dyrabjöllunnar hafði skapað í miðri vögguvísu. Klukkan var að ganga tíu, grislingarnir þurftu í sæng og ég hafði engan tíma til að hlusta á söluræður. Ég heyrði dyrabjölluna klingja uppi hjá nágranna mínum. Sjálfsagt hef ég orðið af kostakjörum þarna um kvöldið en það stóð bara ekki vel á. Kvöldverkin eru mörg á barnaheimilum og ég mat friðhelgi heimilisins hreinlega hærra en 30 prósentum ódýrara internet þetta kvöldið. Ég get reyndar ekki ímyndað mér að nokkurn tímann standi vel á hjá nokkrum að fá sölumenn inn á teppi hjá sér að kvöldi langs vinnudags. Fyrirtæki beita ýmsum brögðum til að næla sér í viðskiptavini. Búa til sjónvarpsauglýsingar á við stuttmyndir að lengd og stundum líka að gæðum. Sum splæsa í skjáauglýsingar, sum í lesnar auglýsingar í útvarpi, sum í blaðaauglýsingar og stundum smáauglýsingar. Þá eru alltaf einhver fyrirtæki sem hringja beint í mann til að bjóða þjónustu sína, oft að kvöldi dags, og ávarpa mann kumpánlega með nafni. Nú, eða hreinlega banka upp á. Einhvern tímann heyrði ég að auglýsing á ákveðinni vöru virkaði ekki á neinn, nema þann sem hefði hvort sem er þegar ákveðið að kaupa sér vöruna og væri að leita að tilboðum. Auglýsingar geta líka snúist upp í andhverfu sína sé ekki rétt á málum haldið. Ég held að flestir séu sammála um að hringingar sölumanna heim til manns eru þrælleiðinlegar. Ég held að ég hafi aldrei keypt mér neitt sem mér hefur verið boðið gegnum síma. Það er meira að segja til staðlað form í símaskránni um merkingar við símanúmer svo sölumenn hringi ekki í mann. Eins er hægt að merkja póstlúguna sína sérstaklega svo þangað berist ekki auglýsingabæklingar, fjölpóstur heitir það víst. Nú er ég að velta fyrir mér að merkja dyrabjölluna líka sérstaklega: Við kaupum ekkert hér! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
„Góða kvöldið, langar þig í 30 prósent ódýrara internet?" spurði ungæðisleg karlmannsrödd eftir að hafa hringt dyrasímanum mínum um kvöld. „Nei, takk," sagði ég úrill og gerði mig líklega til að leggja á. Þá bætti hann hraðmæltur við „en síma, en 30 prósent ódýrari síma!?" Ég neitaði því einnig. Lamdi dyrasímann aftur á sinn stað, strunsaði inn í barnaherbergið og reyndi að koma böndum á þá upplausn sem hringing dyrabjöllunnar hafði skapað í miðri vögguvísu. Klukkan var að ganga tíu, grislingarnir þurftu í sæng og ég hafði engan tíma til að hlusta á söluræður. Ég heyrði dyrabjölluna klingja uppi hjá nágranna mínum. Sjálfsagt hef ég orðið af kostakjörum þarna um kvöldið en það stóð bara ekki vel á. Kvöldverkin eru mörg á barnaheimilum og ég mat friðhelgi heimilisins hreinlega hærra en 30 prósentum ódýrara internet þetta kvöldið. Ég get reyndar ekki ímyndað mér að nokkurn tímann standi vel á hjá nokkrum að fá sölumenn inn á teppi hjá sér að kvöldi langs vinnudags. Fyrirtæki beita ýmsum brögðum til að næla sér í viðskiptavini. Búa til sjónvarpsauglýsingar á við stuttmyndir að lengd og stundum líka að gæðum. Sum splæsa í skjáauglýsingar, sum í lesnar auglýsingar í útvarpi, sum í blaðaauglýsingar og stundum smáauglýsingar. Þá eru alltaf einhver fyrirtæki sem hringja beint í mann til að bjóða þjónustu sína, oft að kvöldi dags, og ávarpa mann kumpánlega með nafni. Nú, eða hreinlega banka upp á. Einhvern tímann heyrði ég að auglýsing á ákveðinni vöru virkaði ekki á neinn, nema þann sem hefði hvort sem er þegar ákveðið að kaupa sér vöruna og væri að leita að tilboðum. Auglýsingar geta líka snúist upp í andhverfu sína sé ekki rétt á málum haldið. Ég held að flestir séu sammála um að hringingar sölumanna heim til manns eru þrælleiðinlegar. Ég held að ég hafi aldrei keypt mér neitt sem mér hefur verið boðið gegnum síma. Það er meira að segja til staðlað form í símaskránni um merkingar við símanúmer svo sölumenn hringi ekki í mann. Eins er hægt að merkja póstlúguna sína sérstaklega svo þangað berist ekki auglýsingabæklingar, fjölpóstur heitir það víst. Nú er ég að velta fyrir mér að merkja dyrabjölluna líka sérstaklega: Við kaupum ekkert hér!
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun