Pistillinn: Ekki væla yfir dómaranum í fjölmiðlum Hlynur Bæringsson skrifar 2. júlí 2011 10:30 Liðsfélagarnir Jakob Örn Sigurðarson og Hlynur Bæringsson Mynd/Valli Það er oft þægilegt að hafa einhvern til að skella skuldinni á þegar illa gengur. Réttlæta lélega frammistöðu. Ég þekki það enda oft gert það sjálfur, íþróttahúsið lélegt, rútan óþægileg, hinir gaurarnir mun stærri, miklu ríkari líka og eiga því að geta eitthvað, ég stóð mig því fínt „per dollar“. Ég spilaði við Yao Ming, hann át okkur lifandi, en miðað við launin hans þá vann ég eiginlega. Algengast er þó að kenna blessuðum dómurunum um, því þeir eru eins og við íþróttamennirnir, sumir geta verið besti íþróttamaður vallarins á meðan aðrir eru alveg úti á túni og hafa litla tilfinningu fyrir leiknum. Ég er ábyggilega ekki auðveldasti leikmaðurinn fyrir dómara. Ég hef stundum viðrað skoðanir mínar aðeins of mikið fyrir þeirra smekk, enda hef ég alltaf rétt fyrir mér–að eigin mati. Ég vorkenni þeim ekkert sérstaklega að hlusta á og stjórna íþróttamönnum með adrenalínið í botni. Það er hluti af starfinu, svo lengi sem menn fara ekki yfir strikið og eru ekki persónulegir. Í úrvalsdeildunum fá dómarar ágætlega borgað og þola því alveg smá læti. Hins vegar ættu íþróttamenn að forðast það að gagnrýna dómara í fjölmiðlum af tveimur ástæðum. Sú fyrri og augljósari er að það er ekki hluti af þeirra starfi að láta hrauna yfir sig þar. Sú ástæða er dómarans vegna. Hin er fyrir leikmanninn/þjálfarann, því aldrei líta menn jafn illa og aumingjalega út í fjölmiðlum eins og þegar þeir væla yfir dómaranum. Sérstaklega þeir sem gera það oft. Í fótboltanum hérna heima eru tveir þjálfarar sem tapa aldrei nema dómarinn hafi verið á móti þeim, jafnvel þó að mati sérfræðinga séu liðin þeirra bara alls ekkert góð í fótbolta. Það síðasta sem mér dettur í hug þegar þeir væla undan dómaranum er að dómarinn hafi í raun verið lélegur. Frekar að liðið sé almennt lélegra en hin liðin. Enda kemur yfirleitt í ljós að dómarinn hafði rétt fyrir sér, þó að sjálfsögðu með undantekningum. Oft eru dómarar lélegir og eiga skilið að vera skammaðir, eins og leikmennirnir. Best er þó fyrir báða aðila að sleppa því í fjölmiðlum. Sérstaklega fyrir íþróttamennina, því þá líta þeir út eins og fífl. Pistillinn Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Sjá meira
Það er oft þægilegt að hafa einhvern til að skella skuldinni á þegar illa gengur. Réttlæta lélega frammistöðu. Ég þekki það enda oft gert það sjálfur, íþróttahúsið lélegt, rútan óþægileg, hinir gaurarnir mun stærri, miklu ríkari líka og eiga því að geta eitthvað, ég stóð mig því fínt „per dollar“. Ég spilaði við Yao Ming, hann át okkur lifandi, en miðað við launin hans þá vann ég eiginlega. Algengast er þó að kenna blessuðum dómurunum um, því þeir eru eins og við íþróttamennirnir, sumir geta verið besti íþróttamaður vallarins á meðan aðrir eru alveg úti á túni og hafa litla tilfinningu fyrir leiknum. Ég er ábyggilega ekki auðveldasti leikmaðurinn fyrir dómara. Ég hef stundum viðrað skoðanir mínar aðeins of mikið fyrir þeirra smekk, enda hef ég alltaf rétt fyrir mér–að eigin mati. Ég vorkenni þeim ekkert sérstaklega að hlusta á og stjórna íþróttamönnum með adrenalínið í botni. Það er hluti af starfinu, svo lengi sem menn fara ekki yfir strikið og eru ekki persónulegir. Í úrvalsdeildunum fá dómarar ágætlega borgað og þola því alveg smá læti. Hins vegar ættu íþróttamenn að forðast það að gagnrýna dómara í fjölmiðlum af tveimur ástæðum. Sú fyrri og augljósari er að það er ekki hluti af þeirra starfi að láta hrauna yfir sig þar. Sú ástæða er dómarans vegna. Hin er fyrir leikmanninn/þjálfarann, því aldrei líta menn jafn illa og aumingjalega út í fjölmiðlum eins og þegar þeir væla yfir dómaranum. Sérstaklega þeir sem gera það oft. Í fótboltanum hérna heima eru tveir þjálfarar sem tapa aldrei nema dómarinn hafi verið á móti þeim, jafnvel þó að mati sérfræðinga séu liðin þeirra bara alls ekkert góð í fótbolta. Það síðasta sem mér dettur í hug þegar þeir væla undan dómaranum er að dómarinn hafi í raun verið lélegur. Frekar að liðið sé almennt lélegra en hin liðin. Enda kemur yfirleitt í ljós að dómarinn hafði rétt fyrir sér, þó að sjálfsögðu með undantekningum. Oft eru dómarar lélegir og eiga skilið að vera skammaðir, eins og leikmennirnir. Best er þó fyrir báða aðila að sleppa því í fjölmiðlum. Sérstaklega fyrir íþróttamennina, því þá líta þeir út eins og fífl.
Pistillinn Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum