Auðmýkt er eina leiðin Ólafur Þ. Stephensen skrifar 14. júní 2011 00:01 Skýrsla rannsóknarnefndar kirkjuþings er vandað plagg. Hún staðfestir það sem margir töldu í raun liggja fyrir; að ýmsir starfsmenn og stofnanir kirkjunnar gerðu mistök þegar ásakanir komu fram um kynferðisbrot á hendur Ólafi Skúlasyni, þáverandi biskupi Íslands, árið 1996. Alls eru tilgreindir í skýrslunni 23 núlifandi einstaklingar, sem taldir eru hafa gert mistök í málinu. Þeirra á meðal eru ýmsir sem enn starfa á vettvangi kirkjunnar, þar með talinn biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson. Í skýrslunni eru hins vegar tilgreindar þær málsbætur fyrir þessa einstaklinga, að vegna deilna innan kirkjunnar á þessum tíma hafi gætt tilhneigingar til að líta á ásakanir fórnarlambanna sem lið í viðleitni andstæðinga biskups til að koma á hann höggi. Þá er ljóst af lestri skýrslunnar að Ólafur biskup beitti stöðu sinni sem yfirmaður kirkjunnar mjög eindregið til að knýja fram stuðningsyfirlýsingar undirmanna sinna, sem rannsóknarnefndin gerir alvarlegar athugasemdir við. Á það ber jafnframt að líta að margt hefur breytzt í viðhorfi til kynferðisbrotamála og meðferðar þeirra á þeim fimmtán árum sem liðin eru frá þessum atburðum. Ekkert af þessu á þó við um óhönduglega meðferð kirkjunnar á erindi Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur, dóttur biskupsins fyrrverandi, er hún leitaði löngu síðar til kirkjunnar. Rannsóknarnefndin telur Karl biskup bera ábyrgð á þeim mistökum. Kirkjan hefur að mörgu leyti lært sína lexíu af biskupsmálinu svokallaða. Miklar breytingar hafa orðið á viðhorfi og málsmeðferð innan þjóðkirkjunnar, þar sem fagráð um meðferð kynferðisbrota tekur nú hratt og vel á málum sem upp koma. Þessar úrbætur eru raktar í skýrslu rannsóknarnefndarinnar, en jafnframt settar fram tillögur um hvernig kirkjan geti gert enn betur. Biskupsmálið hefur valdið þjóðkirkjunni miklum álitshnekki og skaða. Með stofnun rannsóknarnefndarinnar hefur kirkjan út af fyrir sig lýst því yfir að hún hyggist aldrei aftur láta ásakanir um kynferðisbrot liggja í þagnargildi og þannig stigið skref í átt til þess að bæta fyrir þann trúnaðarbrest, sem varð milli hennar og almennings í málinu. En viðbrögðin við skýrslu nefndarinnar skipta líka miklu máli. Í svarbréfum til nefndarmanna viðurkenndu fæstir af þjónum kirkjunnar mistök eða vanrækslu. Á þinginu í dag hljóta þeir að viðurkenna mistök sín og axla á þeim ábyrgð. Auðmýktin er eina leiðin sem er fær í málinu. Kirkjan hefur þegar beðið konurnar afsökunar, sem ásökuðu Ólaf Skúlason, svo og aðra þolendur kynferðisbrota kirkjunnar manna. Það væri raunar ekki úr vegi að kirkjuþing þakkaði þeim líka fyrir. Hefðu þær ekki sýnt það hugrekki að stíga fram og halda málinu til streitu, gæti fólki enn dottið í hug að reyna að þagga niður ásakanir um kynferðisbrot í kirkjunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun
Skýrsla rannsóknarnefndar kirkjuþings er vandað plagg. Hún staðfestir það sem margir töldu í raun liggja fyrir; að ýmsir starfsmenn og stofnanir kirkjunnar gerðu mistök þegar ásakanir komu fram um kynferðisbrot á hendur Ólafi Skúlasyni, þáverandi biskupi Íslands, árið 1996. Alls eru tilgreindir í skýrslunni 23 núlifandi einstaklingar, sem taldir eru hafa gert mistök í málinu. Þeirra á meðal eru ýmsir sem enn starfa á vettvangi kirkjunnar, þar með talinn biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson. Í skýrslunni eru hins vegar tilgreindar þær málsbætur fyrir þessa einstaklinga, að vegna deilna innan kirkjunnar á þessum tíma hafi gætt tilhneigingar til að líta á ásakanir fórnarlambanna sem lið í viðleitni andstæðinga biskups til að koma á hann höggi. Þá er ljóst af lestri skýrslunnar að Ólafur biskup beitti stöðu sinni sem yfirmaður kirkjunnar mjög eindregið til að knýja fram stuðningsyfirlýsingar undirmanna sinna, sem rannsóknarnefndin gerir alvarlegar athugasemdir við. Á það ber jafnframt að líta að margt hefur breytzt í viðhorfi til kynferðisbrotamála og meðferðar þeirra á þeim fimmtán árum sem liðin eru frá þessum atburðum. Ekkert af þessu á þó við um óhönduglega meðferð kirkjunnar á erindi Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur, dóttur biskupsins fyrrverandi, er hún leitaði löngu síðar til kirkjunnar. Rannsóknarnefndin telur Karl biskup bera ábyrgð á þeim mistökum. Kirkjan hefur að mörgu leyti lært sína lexíu af biskupsmálinu svokallaða. Miklar breytingar hafa orðið á viðhorfi og málsmeðferð innan þjóðkirkjunnar, þar sem fagráð um meðferð kynferðisbrota tekur nú hratt og vel á málum sem upp koma. Þessar úrbætur eru raktar í skýrslu rannsóknarnefndarinnar, en jafnframt settar fram tillögur um hvernig kirkjan geti gert enn betur. Biskupsmálið hefur valdið þjóðkirkjunni miklum álitshnekki og skaða. Með stofnun rannsóknarnefndarinnar hefur kirkjan út af fyrir sig lýst því yfir að hún hyggist aldrei aftur láta ásakanir um kynferðisbrot liggja í þagnargildi og þannig stigið skref í átt til þess að bæta fyrir þann trúnaðarbrest, sem varð milli hennar og almennings í málinu. En viðbrögðin við skýrslu nefndarinnar skipta líka miklu máli. Í svarbréfum til nefndarmanna viðurkenndu fæstir af þjónum kirkjunnar mistök eða vanrækslu. Á þinginu í dag hljóta þeir að viðurkenna mistök sín og axla á þeim ábyrgð. Auðmýktin er eina leiðin sem er fær í málinu. Kirkjan hefur þegar beðið konurnar afsökunar, sem ásökuðu Ólaf Skúlason, svo og aðra þolendur kynferðisbrota kirkjunnar manna. Það væri raunar ekki úr vegi að kirkjuþing þakkaði þeim líka fyrir. Hefðu þær ekki sýnt það hugrekki að stíga fram og halda málinu til streitu, gæti fólki enn dottið í hug að reyna að þagga niður ásakanir um kynferðisbrot í kirkjunni.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun