Að fanga hverfandi andrá 6. júní 2011 16:30 Harpa Árnadóttir. Mynd/Valgarður. Núið og hverfulleiki andartaksins eru inntak bókverksins Júní eftir Hörpu Árnadóttur myndlistarmann. Bókin er nátengd sýningunni Mýraljós en báðar byggja þær á eins konar dagbókarbrotum Hörpu frá dvöl hennar á Bæ á Höfðaströnd í fyrrasumar. „Það var ekki meiningin í upphafi að þetta yrði bókverk. En þegar uppi var staðið hafði svo mikið efni raðast upp á vinnustofuvegginn hjá mér, með frekar línulegri frásögn og eitt leiddi af öðru," segir Harpa Árnadóttir myndlistamaður um tilurð bókarinnar Júní sem kemur út á vegum Crymogeu. Bókin samanstendur af textabrotum og myndum, texti sem oft er í raun mynd og unnin er upp úr eins konar dagbókarfærslum Hörpu þegar hún dvaldi á Bæ á Höfðaströnd í Skagafirði í boði Steinunnar Jónsdóttur fyrir ári síðan. Útgáfa bókarinnar er nátengd sýningunni Mýrarljósi í Listasafni ASÍ, sem er hluti af Listahátíð í Reykjavík og byggir á sömu vinnubókum. „Þetta eru persónulegar og hversdagslegar hugleiðingar sem endurspegla augnablik sem ég upplifði og minningar sem streyma fram. Svona eins og að hugsa beint á blöðin. Það má kannski segja að þetta sé tilraun til að fanga andblæ sumarsins, ilm, birtu og veðrabrigði, að lýsa hverfandi andrá; hvernig maður upplifir augnablikið og rennur saman við það. Þetta snýst um að lifa í núinu og að njóta þess." Mikil vinna var lögð í hönnun og frágang bókarinnar, sem líkist innbundu safni nýgerðra vatnslitamynda og textablaða sem smeygt hefur verið inn í möppu. Um hönnun sáu Hildigunnur Gunnarsdóttir og Snæfríð Þorsteins sem unnið hafa að unnið að fleiri bókum Crymogeu, þar á meðal hina víðfrægu Flora Islandica eftir Eggert Pétursson. bergsteinn@frettabladid.is Menning Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Steinhissa en verður Dumbledore Lífið „Hann kann að dansa, maður minn!“ Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Núið og hverfulleiki andartaksins eru inntak bókverksins Júní eftir Hörpu Árnadóttur myndlistarmann. Bókin er nátengd sýningunni Mýraljós en báðar byggja þær á eins konar dagbókarbrotum Hörpu frá dvöl hennar á Bæ á Höfðaströnd í fyrrasumar. „Það var ekki meiningin í upphafi að þetta yrði bókverk. En þegar uppi var staðið hafði svo mikið efni raðast upp á vinnustofuvegginn hjá mér, með frekar línulegri frásögn og eitt leiddi af öðru," segir Harpa Árnadóttir myndlistamaður um tilurð bókarinnar Júní sem kemur út á vegum Crymogeu. Bókin samanstendur af textabrotum og myndum, texti sem oft er í raun mynd og unnin er upp úr eins konar dagbókarfærslum Hörpu þegar hún dvaldi á Bæ á Höfðaströnd í Skagafirði í boði Steinunnar Jónsdóttur fyrir ári síðan. Útgáfa bókarinnar er nátengd sýningunni Mýrarljósi í Listasafni ASÍ, sem er hluti af Listahátíð í Reykjavík og byggir á sömu vinnubókum. „Þetta eru persónulegar og hversdagslegar hugleiðingar sem endurspegla augnablik sem ég upplifði og minningar sem streyma fram. Svona eins og að hugsa beint á blöðin. Það má kannski segja að þetta sé tilraun til að fanga andblæ sumarsins, ilm, birtu og veðrabrigði, að lýsa hverfandi andrá; hvernig maður upplifir augnablikið og rennur saman við það. Þetta snýst um að lifa í núinu og að njóta þess." Mikil vinna var lögð í hönnun og frágang bókarinnar, sem líkist innbundu safni nýgerðra vatnslitamynda og textablaða sem smeygt hefur verið inn í möppu. Um hönnun sáu Hildigunnur Gunnarsdóttir og Snæfríð Þorsteins sem unnið hafa að unnið að fleiri bókum Crymogeu, þar á meðal hina víðfrægu Flora Islandica eftir Eggert Pétursson. bergsteinn@frettabladid.is
Menning Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Steinhissa en verður Dumbledore Lífið „Hann kann að dansa, maður minn!“ Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira