Nýliðar ÍBV í Pepsi-deild kvenna hafa vakið mikla athygli með því að byrja Íslandsmótið á því að vinna 5-0 sigra á bæði Þór/KA og Aftureldingu í fyrstu tveimur umferðunum.
Eyjakonur eru fyrstu nýliðarnir síðan 2001 sem ná að vinna tvo fyrstu leiki sína í efstu deild kvenna, en Grindavíkurkonur unnu þá tvo nauma sigra, á Þór/KA/KS (3-2) og FH (1-0). Grindavíkurliðið fyrir tíu árum vann líka leik sinn í þriðju umferð en það var síðasti sigurleikur liðsins það sumarið.
Óhætt er að segja að nýliðar kvennadeildarinnar séu ekki vanir að stimpla sig svona inn í deildina enda náðu nýliðar áranna 2007 til 2010 aðeins að vinna samanlagt 2 af 14 leikjum sínum í fyrstu tveimur umferðunum.
Næsti leikur Eyjastúlkna er á móti Breiðabliki í Kópavogi í næstu viku en Blikastúlkur eiga enn eftir að vinna fyrsta sigur sinn í sumar og hafa ekki byrjað svona illa í 34 ár.
Besta byrjun nýliða í áratug
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn

Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti

Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum
Körfubolti

Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn






Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum
Körfubolti