Gosórói í sauðkindum fyrir Grímsvatnagosið 23. maí 2011 06:00 Fréttablaðið/Vilhelm „Þetta sauðfé er með ólíkindum harðgert og búið að standa af sér margan hvellinn,“ sagði Hannes Jónsson, bóndi á Hvoli í Fljótshverfi, er hann kom inn síðdegis í gær eftir að hafa vitjað kinda sinna þegar loksins rofaði til í öskufallinu frá Grímsvötnum. Guðný Marta Óskarsdóttir, eiginkona Hannesar, sagði hið gegndarlausa öskufall hafa komið þeim í opna skjöldu. Sauðburður sé langt kominn á Hvoli og mest allt fé hafi verið úti við. Hjónin hafi óttast að talsvert af skepnunum hefði drepist. Þegar ósköpunum linnti fannst þó ekkert dautt fé. Þvert á móti. „Þegar við komum út voru tvær ær bornar þrílembdar og tvær tvílembdar,“ sagði Hannes sem kvað með ólíkindum hversu vel kindurnar hefðu staðið áhlaupið af sér. Lárus Helgason á Kálfafelli sagði svipaða sögu og Hannes. Útlitið hafi verið býsna svart en þegar að hafi verið gáð hafi ekkert fé reynst dautt. „Það virðist standa þetta ótrúlega vel af sér, meira að segja nýborin lömb. Manni stórlétti að sjá hvernig það spjaraði sig,“ sagði Lárus. Guðný á Hvoli sagði að í gærmorgun hafi allt verið „kolbikasvart“ en að ekki hafi þó væst um heimilisfólkið. Átján erlendir ferðamenn af ýmsu þjóðerni hafi verið í næturgistingu í sérstöku húsi rúma eitt hundrað metra frá íbúðarhúsinu. Þeir hafi ýmist verið á leið lengra austur á land eða í vesturátt til höfuðborgarsvæðisins. Hannes fór í gegn um biksvartan öskusortann til að huga að gestunum sem ekkert reyndist ama að. „Ég fór nú þarna á milli aðallega eftir minni,“ sagði hann. Hannes sagði fé sitt hafa verið mjög órólegt síðustu þrjá dagana fyrir gosið, sérstaklega á sjálfan gosdaginn. „Þær voru eirðarlausar og æddu um allt. Rolla sem var að bera kláraði það ekki fyrr en á fjórða staðnum. Þær voru allar á iði og fundu eitthvað á sér. Þær eru séðar,“ sagði Hannes. Viðmælendur í Fljótshverfi voru sammála um að öskulagið eftir hrinuna í gær hafi verið á bilinu einn og hálfur til tveir og hálfur sentimetrar. „Þótt þetta hafi sloppið til núna ætla ég rétt að vona að fáum ekki meira af slíkri ofankomu,“ sagði Hannes. Nú bíður stórhreingerning heimilisfólksins á Hvoli enda reyndist ómögulegt að halda öskunni úti. „Þetta smýgur inn um allt,“ sagði Guðný á Hvoli. gar@frettabladid.is Helstu fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Sjá meira
„Þetta sauðfé er með ólíkindum harðgert og búið að standa af sér margan hvellinn,“ sagði Hannes Jónsson, bóndi á Hvoli í Fljótshverfi, er hann kom inn síðdegis í gær eftir að hafa vitjað kinda sinna þegar loksins rofaði til í öskufallinu frá Grímsvötnum. Guðný Marta Óskarsdóttir, eiginkona Hannesar, sagði hið gegndarlausa öskufall hafa komið þeim í opna skjöldu. Sauðburður sé langt kominn á Hvoli og mest allt fé hafi verið úti við. Hjónin hafi óttast að talsvert af skepnunum hefði drepist. Þegar ósköpunum linnti fannst þó ekkert dautt fé. Þvert á móti. „Þegar við komum út voru tvær ær bornar þrílembdar og tvær tvílembdar,“ sagði Hannes sem kvað með ólíkindum hversu vel kindurnar hefðu staðið áhlaupið af sér. Lárus Helgason á Kálfafelli sagði svipaða sögu og Hannes. Útlitið hafi verið býsna svart en þegar að hafi verið gáð hafi ekkert fé reynst dautt. „Það virðist standa þetta ótrúlega vel af sér, meira að segja nýborin lömb. Manni stórlétti að sjá hvernig það spjaraði sig,“ sagði Lárus. Guðný á Hvoli sagði að í gærmorgun hafi allt verið „kolbikasvart“ en að ekki hafi þó væst um heimilisfólkið. Átján erlendir ferðamenn af ýmsu þjóðerni hafi verið í næturgistingu í sérstöku húsi rúma eitt hundrað metra frá íbúðarhúsinu. Þeir hafi ýmist verið á leið lengra austur á land eða í vesturátt til höfuðborgarsvæðisins. Hannes fór í gegn um biksvartan öskusortann til að huga að gestunum sem ekkert reyndist ama að. „Ég fór nú þarna á milli aðallega eftir minni,“ sagði hann. Hannes sagði fé sitt hafa verið mjög órólegt síðustu þrjá dagana fyrir gosið, sérstaklega á sjálfan gosdaginn. „Þær voru eirðarlausar og æddu um allt. Rolla sem var að bera kláraði það ekki fyrr en á fjórða staðnum. Þær voru allar á iði og fundu eitthvað á sér. Þær eru séðar,“ sagði Hannes. Viðmælendur í Fljótshverfi voru sammála um að öskulagið eftir hrinuna í gær hafi verið á bilinu einn og hálfur til tveir og hálfur sentimetrar. „Þótt þetta hafi sloppið til núna ætla ég rétt að vona að fáum ekki meira af slíkri ofankomu,“ sagði Hannes. Nú bíður stórhreingerning heimilisfólksins á Hvoli enda reyndist ómögulegt að halda öskunni úti. „Þetta smýgur inn um allt,“ sagði Guðný á Hvoli. gar@frettabladid.is
Helstu fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Sjá meira