Kann að láta manneskju svífa 21. maí 2011 00:00 Einar einstaki. Einar Aron Fjalarsson, fimmtán ára, æfir töfrabrögð í þrjá til fjóra tíma á dag. Sviðsnafn hans er Einar einstaki og sýnir hann töfrabrögð við ýmis tækifæri. Hann segir alla geta lært að töfra. Af hverju fékkstu áhuga á töfrabrögðum? Ég sá töframann sýna töfrabrögð á Glerártorgi á Akureyri. Ég heillaðist upp úr skónum og þá ákvað ég að þetta væri það sem ég þyrfti að læra. Ég fékk svo töfrabók í jólagjöf frá Jóel bróður mínum og þá varð ekki aftur snúið. Hvenær byrjaðir þú að læra að töfra? Um jólin 2005, strax eftir að ég fékk töfrabókina. Hvert var fyrsta töfrabragðið sem þú lærðir? Það er svo langt síðan. Ætli það hafi nú ekki samt verið úr Töfrabragðabókinni. Þar lærði ég til dæmis hvernig á að láta manneskju svífa. Hvernig getur maður lært töfrabrögð og getur hver sem er lært þau? Ég byrjaði á því að skoða bækur þar sem töfrabrögð eru kennd, svo sendu nokkrir félagar í Hinu íslenska töframannagildi mér nokkur töfrabrögð sem hjálpuðu mér. Eftir það fór ég að hitta töframenn sem hafa hjálpað mér mikið. Það geta allir lært einföldustu töfrabrögðin, en þegar komið er í flóknari brögð geta aðeins færir töframenn það. En allir geta komist langt með miklum áhuga og mikilli æfingu. Hvað æfir þú þig mikið? Allur minn frítími fer í það að æfa mig. Á venjulegum degi eru þetta svona 3-4 klukkustundir og svo enn meira um helgar. Eru töfrar bara plat eða eru til alvöru töfrar eins og í Harry Potter? Þetta eru náttúrulega sjónhverfingar en mér persónulega finnst það langt og leiðinlegt orð svo að ég kýs að kalla sjónhverfingar töfra eða töfrabrögð eða einfaldlega trikk. Harry Potter fór í Hogwarts sem er galdraskóli en sjálfur trúi ég ekki á galdra. Af hverju kallar þú þig Einar einstaka? Ég vildi hafa það Einar eitthvað og spurði pabba, sem kom svo með þetta. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Að sjálfsögðu held ég áfram að vera töframaður. Þegar ég var ungur langaði mig til þess að vinna á bensínstöð og svo langar mig til þess að verða öryggisvörður. Annars stefni ég á það að læra íþróttafræði, en ég æfi frjálsar íþróttir hjá Ungmennafélagi Akureyrar (UFA). Í hvaða skóla ertu? Ég er að klára 9. bekk í Síðuskóla á Akureyri. Hvað finnst krökkunum um að þú sért töframaður? Ef þú meina krakkana í bekknum þá held ég að þeim finnist það bara fínt án þess að vita neitt um það. En það eru oft krakkar sem snúa sér við í búðum og segja: Þetta er Einar einstaki.“ Hvað tekur þú oft að þér að sýna fyrir fólk og við hvaða tækifæri? Ég reyni að taka öllu sem mér er boðið. Ég hef komið mikið í vinnustaðaskemmtanir, árshátíðir, stjórnmálakaffi, stórafmæli, útihátíðir, barnaafmæli og í fyrra sýndi ég í brúðkaupi. Ég hef farið í nokkra leikskóla en þá tek ég með mér vin minn Tralla trúð sem ég kynntist á Húsavík þegar ég bjó þar. Annars tek ég að mér að sýna við flest öll tilefni. Áttu þér einhverja fyrirmynd? Pabbi og mamma eru mínar fyrirmyndir. Þau eru snilld. Hver er besti töframaður heims? Það fer eftir því hvernig töfrabrögð þeir sýna. Lance Burton er meistari, mín skoðun á honum er að hann sé lifandi goðsögn. Áttu einhver önnur áhugamál? Já, íþróttir. Íþróttir eru æðislegar. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Allur matur á að fara upp í munn og ofan í maga. Eitthvað að lokum? Já ég vil minna á heimasíðuna mína www.einareinstaki.com Krakkar Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira
Einar Aron Fjalarsson, fimmtán ára, æfir töfrabrögð í þrjá til fjóra tíma á dag. Sviðsnafn hans er Einar einstaki og sýnir hann töfrabrögð við ýmis tækifæri. Hann segir alla geta lært að töfra. Af hverju fékkstu áhuga á töfrabrögðum? Ég sá töframann sýna töfrabrögð á Glerártorgi á Akureyri. Ég heillaðist upp úr skónum og þá ákvað ég að þetta væri það sem ég þyrfti að læra. Ég fékk svo töfrabók í jólagjöf frá Jóel bróður mínum og þá varð ekki aftur snúið. Hvenær byrjaðir þú að læra að töfra? Um jólin 2005, strax eftir að ég fékk töfrabókina. Hvert var fyrsta töfrabragðið sem þú lærðir? Það er svo langt síðan. Ætli það hafi nú ekki samt verið úr Töfrabragðabókinni. Þar lærði ég til dæmis hvernig á að láta manneskju svífa. Hvernig getur maður lært töfrabrögð og getur hver sem er lært þau? Ég byrjaði á því að skoða bækur þar sem töfrabrögð eru kennd, svo sendu nokkrir félagar í Hinu íslenska töframannagildi mér nokkur töfrabrögð sem hjálpuðu mér. Eftir það fór ég að hitta töframenn sem hafa hjálpað mér mikið. Það geta allir lært einföldustu töfrabrögðin, en þegar komið er í flóknari brögð geta aðeins færir töframenn það. En allir geta komist langt með miklum áhuga og mikilli æfingu. Hvað æfir þú þig mikið? Allur minn frítími fer í það að æfa mig. Á venjulegum degi eru þetta svona 3-4 klukkustundir og svo enn meira um helgar. Eru töfrar bara plat eða eru til alvöru töfrar eins og í Harry Potter? Þetta eru náttúrulega sjónhverfingar en mér persónulega finnst það langt og leiðinlegt orð svo að ég kýs að kalla sjónhverfingar töfra eða töfrabrögð eða einfaldlega trikk. Harry Potter fór í Hogwarts sem er galdraskóli en sjálfur trúi ég ekki á galdra. Af hverju kallar þú þig Einar einstaka? Ég vildi hafa það Einar eitthvað og spurði pabba, sem kom svo með þetta. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Að sjálfsögðu held ég áfram að vera töframaður. Þegar ég var ungur langaði mig til þess að vinna á bensínstöð og svo langar mig til þess að verða öryggisvörður. Annars stefni ég á það að læra íþróttafræði, en ég æfi frjálsar íþróttir hjá Ungmennafélagi Akureyrar (UFA). Í hvaða skóla ertu? Ég er að klára 9. bekk í Síðuskóla á Akureyri. Hvað finnst krökkunum um að þú sért töframaður? Ef þú meina krakkana í bekknum þá held ég að þeim finnist það bara fínt án þess að vita neitt um það. En það eru oft krakkar sem snúa sér við í búðum og segja: Þetta er Einar einstaki.“ Hvað tekur þú oft að þér að sýna fyrir fólk og við hvaða tækifæri? Ég reyni að taka öllu sem mér er boðið. Ég hef komið mikið í vinnustaðaskemmtanir, árshátíðir, stjórnmálakaffi, stórafmæli, útihátíðir, barnaafmæli og í fyrra sýndi ég í brúðkaupi. Ég hef farið í nokkra leikskóla en þá tek ég með mér vin minn Tralla trúð sem ég kynntist á Húsavík þegar ég bjó þar. Annars tek ég að mér að sýna við flest öll tilefni. Áttu þér einhverja fyrirmynd? Pabbi og mamma eru mínar fyrirmyndir. Þau eru snilld. Hver er besti töframaður heims? Það fer eftir því hvernig töfrabrögð þeir sýna. Lance Burton er meistari, mín skoðun á honum er að hann sé lifandi goðsögn. Áttu einhver önnur áhugamál? Já, íþróttir. Íþróttir eru æðislegar. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Allur matur á að fara upp í munn og ofan í maga. Eitthvað að lokum? Já ég vil minna á heimasíðuna mína www.einareinstaki.com
Krakkar Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira