Ljósmóðirin Bergsteinn Sigurðsson skrifar 15. apríl 2011 08:15 Herra forseti, hann er kominn," sagði aðstoðarmaðurinn. Forsetinn leit upp. "Einn?" "Nei, Styrmir er með honum, eins og um var samið." "Gott, vísaðu ritstjóranum inn, ég kalla á Styrmi á eftir." "Skal gert." Nokkrum sekúndum síðar var barið að dyrum. "Ko…" röddin gaf sig og forsetinn rak upp falsettu. Fjandinn, hann mátti ekki við þessu á þessum tímapunkti. Hann kyngdi munnvatni og dró inn andann: "Kom inn." Það ískraði í hjörunum þegar dyrnar opnuðust. Ritstjórinn var kominn. Ritstjórinn leit í kringum sig, eins og til að ganga úr skugga um að þetta væri ekki fyrirsát, og gekk inn hægum skrefum. Mennirnir horfðu hvor á annan í vandræðalegri þögn og skiptust á að ræskja sig. Loks tók ritstjórinn af skarið. "Hvernig hefur frúin það?" "Áttu við þessa sem þú reyndir að ógilda hjónaband mitt við?" svaraði forsetinn kuldalega. Ritstjóranum brá greinilega en lét ekki slá sig út af laginu. "Já, ætli það hafi ekki verið "skítlega eðlið" sem hafi náð yfirhöndinni?!" svaraði hann með sama hryssingi. "Hvað viltu?" sagði forsetinn þreytulega. "Vil ég?" svaraði gesturinn. "Styrmir sagði mér að þú vildir tala við mig." "Nú," svaraði forsetinn, "hann sagði við mig að þú vildir tala við mig." "Herrar mínir!" gall í Styrmi, sem stikaði inn með kaffivagn á undan sér. "Ætli ég skuldi ykkur ekki skýringu á þessum fundi," sagði hann með afsakandi brosi. Augu ritstjórans tútnuðu út. "Já, heldurðu það?!" "Þetta eru merkilegir tímar sem við lifum," útskýrði Styrmir og skenkti kaffi í bolla. "Undanfarinn áratug var hér ríkjandi hugmyndafræði sem þið fóruð fyrir, annar lagði jarðveginn og sáði í hann, en hinn vökvaði með mælsku sinni." Styrmir leit á þá til skiptis og brosti sínu sykraðasta brosi. "Að sönnu hefur orðið ákveðið bakslag í þeirri þróun en það þarf ekki að tákna endalokin." "Hvað ertu að fara?" spurði forsetinn. "Ég er bara að segja að nú þarf að beita óhefðbundnum meðulum," sagði Styrmir, "og tímabært að vissir menn, umm … kyngi stoltinu og geri, öh … málamiðlanir. Hugsi sko um heildarmyndina." Styrmir sá birtu bregða fyrir í augum mannanna þegar hinn óumflýjanlegi sannleikur rann upp fyrir þeim; eins og þeir sæju hvor annan í réttu ljósi í fyrsta sinn á ævinni. Þetta var góð stund. Styrmi hlýnaði að innan þegar hann fann efann sem hafði nagað hann í hálft þriðja ár víkja fyrir gamalli vissu: þetta var enn ógeðslegt þjóðfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun
Herra forseti, hann er kominn," sagði aðstoðarmaðurinn. Forsetinn leit upp. "Einn?" "Nei, Styrmir er með honum, eins og um var samið." "Gott, vísaðu ritstjóranum inn, ég kalla á Styrmi á eftir." "Skal gert." Nokkrum sekúndum síðar var barið að dyrum. "Ko…" röddin gaf sig og forsetinn rak upp falsettu. Fjandinn, hann mátti ekki við þessu á þessum tímapunkti. Hann kyngdi munnvatni og dró inn andann: "Kom inn." Það ískraði í hjörunum þegar dyrnar opnuðust. Ritstjórinn var kominn. Ritstjórinn leit í kringum sig, eins og til að ganga úr skugga um að þetta væri ekki fyrirsát, og gekk inn hægum skrefum. Mennirnir horfðu hvor á annan í vandræðalegri þögn og skiptust á að ræskja sig. Loks tók ritstjórinn af skarið. "Hvernig hefur frúin það?" "Áttu við þessa sem þú reyndir að ógilda hjónaband mitt við?" svaraði forsetinn kuldalega. Ritstjóranum brá greinilega en lét ekki slá sig út af laginu. "Já, ætli það hafi ekki verið "skítlega eðlið" sem hafi náð yfirhöndinni?!" svaraði hann með sama hryssingi. "Hvað viltu?" sagði forsetinn þreytulega. "Vil ég?" svaraði gesturinn. "Styrmir sagði mér að þú vildir tala við mig." "Nú," svaraði forsetinn, "hann sagði við mig að þú vildir tala við mig." "Herrar mínir!" gall í Styrmi, sem stikaði inn með kaffivagn á undan sér. "Ætli ég skuldi ykkur ekki skýringu á þessum fundi," sagði hann með afsakandi brosi. Augu ritstjórans tútnuðu út. "Já, heldurðu það?!" "Þetta eru merkilegir tímar sem við lifum," útskýrði Styrmir og skenkti kaffi í bolla. "Undanfarinn áratug var hér ríkjandi hugmyndafræði sem þið fóruð fyrir, annar lagði jarðveginn og sáði í hann, en hinn vökvaði með mælsku sinni." Styrmir leit á þá til skiptis og brosti sínu sykraðasta brosi. "Að sönnu hefur orðið ákveðið bakslag í þeirri þróun en það þarf ekki að tákna endalokin." "Hvað ertu að fara?" spurði forsetinn. "Ég er bara að segja að nú þarf að beita óhefðbundnum meðulum," sagði Styrmir, "og tímabært að vissir menn, umm … kyngi stoltinu og geri, öh … málamiðlanir. Hugsi sko um heildarmyndina." Styrmir sá birtu bregða fyrir í augum mannanna þegar hinn óumflýjanlegi sannleikur rann upp fyrir þeim; eins og þeir sæju hvor annan í réttu ljósi í fyrsta sinn á ævinni. Þetta var góð stund. Styrmi hlýnaði að innan þegar hann fann efann sem hafði nagað hann í hálft þriðja ár víkja fyrir gamalli vissu: þetta var enn ógeðslegt þjóðfélag.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun