Verða góðar manneskjur 23. mars 2011 16:33 Séra Birgir Ásgeirsson, prestur í Hallgrímskirkju. Fréttablaðið/Stefán Séra Birgir Ásgeirsson segir fermingarundirbúninginn samtal og samfélag um trúna milli unglingsins, fjölskyldunnar og kirkjunnar. „Mér finnst fermingarundirbúningurinn vera samtal um trúna og tækifæri unglingsins til að kynnast sjálfum sér og bera sig saman við trúarlegan og siðfræðilegan þátt í eigin lífi. Hvað er ég, hver vil ég vera og hvert stefni ég, og þá um leið hver er Guð?“ segir séra Birgir Ásgeirsson, prestur í Hallgrímskirkju. Birgir segir fermingarundirbúning hafa breyst gegnum tíðina en hann tók vígslu árið 1973. Enn sé þó fjallað um sömu grundvallaratriðin, siðareglur kristinnar trúar. „Fermingarfræðslan fjallar um manngildi og náungakærleika, hvers virði það er að taka tillit til annarra og sýna samkennd. Einnig er talað um fjölskylduna og þann kærleika sem þar getur þróast og þrifist. Það hvernig fermingarfræðslan sjálf fer fram hefur breyst. Utanbókarlærdómur og yfirheyrslur heyra sögunni til og frekar er reynt að ná til hvers og eins. Í Hallgrímskirkju höfum við í vetur fengið foreldrana til að mæta í nokkra tíma með krökkunum. Það er dásamlegt þegar þeir vilja vera með því fermingarundirbúningurinn er einnig samfélag innan fjölskyldunnar, innan kirkjunnar og samfélag við vinina.“ Spurður hvort tilgangur fermingarinnar gleymist jafnvel hjá foreldrum í veraldlegum undirbúningi, segir hann alltaf mikið umstang fylgja stórri veislu. Hann telji þó fermingarundirbúninginn yfirleitt ánægjulegan tíma hjá foreldrum. „Undirbúningurinn skapar ákveðna samræðu innan fjölskyldunnar sem ég held að sé mjög mikilvæg. En það má ekki vanmeta það að fermingin er líka helgihald. Að iðka sína trú með því að fara með bænirnar sínar og kynna sér guðsorð.“ En kemst boðskapurinn til skila til 14 ára krakka í dag? „Unglingar eru óskaplega skemmtilegt fólk en ekki alltaf auðveldir. Að geta nálgast manneskju á þessum aldri er vandasamt en líka spennandi. Það er þeim mikilvægt að finnast þau viðurkennd og að þau séu tekin gild. Við prestar viljum gera fermingarundirbúninginn ánægjulegan og hjálpa krökkunum að skilja mikilvægi þess að eiga góða að og verða sjálf góðar manneskjur.“ Séra Birgir hefur bæði fermt og skýrt hundruð fólks á löngum prestferli. Hann segir alltaf gaman að ferma einhvern sem hann hefur jafnvel skírt og eins hafi hann stundum fermt börn fólks sem hann hafi skírt. „Það er sérstakt að fá að fylgjast með hvernig fjölskyldur vaxa og þróast og hvernig kynslóðir koma og kynslóðir fara. Það myndast tengsl sem mér þykir vænt um.“- rat Fermingar Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
Séra Birgir Ásgeirsson segir fermingarundirbúninginn samtal og samfélag um trúna milli unglingsins, fjölskyldunnar og kirkjunnar. „Mér finnst fermingarundirbúningurinn vera samtal um trúna og tækifæri unglingsins til að kynnast sjálfum sér og bera sig saman við trúarlegan og siðfræðilegan þátt í eigin lífi. Hvað er ég, hver vil ég vera og hvert stefni ég, og þá um leið hver er Guð?“ segir séra Birgir Ásgeirsson, prestur í Hallgrímskirkju. Birgir segir fermingarundirbúning hafa breyst gegnum tíðina en hann tók vígslu árið 1973. Enn sé þó fjallað um sömu grundvallaratriðin, siðareglur kristinnar trúar. „Fermingarfræðslan fjallar um manngildi og náungakærleika, hvers virði það er að taka tillit til annarra og sýna samkennd. Einnig er talað um fjölskylduna og þann kærleika sem þar getur þróast og þrifist. Það hvernig fermingarfræðslan sjálf fer fram hefur breyst. Utanbókarlærdómur og yfirheyrslur heyra sögunni til og frekar er reynt að ná til hvers og eins. Í Hallgrímskirkju höfum við í vetur fengið foreldrana til að mæta í nokkra tíma með krökkunum. Það er dásamlegt þegar þeir vilja vera með því fermingarundirbúningurinn er einnig samfélag innan fjölskyldunnar, innan kirkjunnar og samfélag við vinina.“ Spurður hvort tilgangur fermingarinnar gleymist jafnvel hjá foreldrum í veraldlegum undirbúningi, segir hann alltaf mikið umstang fylgja stórri veislu. Hann telji þó fermingarundirbúninginn yfirleitt ánægjulegan tíma hjá foreldrum. „Undirbúningurinn skapar ákveðna samræðu innan fjölskyldunnar sem ég held að sé mjög mikilvæg. En það má ekki vanmeta það að fermingin er líka helgihald. Að iðka sína trú með því að fara með bænirnar sínar og kynna sér guðsorð.“ En kemst boðskapurinn til skila til 14 ára krakka í dag? „Unglingar eru óskaplega skemmtilegt fólk en ekki alltaf auðveldir. Að geta nálgast manneskju á þessum aldri er vandasamt en líka spennandi. Það er þeim mikilvægt að finnast þau viðurkennd og að þau séu tekin gild. Við prestar viljum gera fermingarundirbúninginn ánægjulegan og hjálpa krökkunum að skilja mikilvægi þess að eiga góða að og verða sjálf góðar manneskjur.“ Séra Birgir hefur bæði fermt og skýrt hundruð fólks á löngum prestferli. Hann segir alltaf gaman að ferma einhvern sem hann hefur jafnvel skírt og eins hafi hann stundum fermt börn fólks sem hann hafi skírt. „Það er sérstakt að fá að fylgjast með hvernig fjölskyldur vaxa og þróast og hvernig kynslóðir koma og kynslóðir fara. Það myndast tengsl sem mér þykir vænt um.“- rat
Fermingar Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira