Fréttaskýring: Land þrýstist upp en ekki til hliðar 12. mars 2011 21:30 Dr. Benedikt Halldórsson Risajarðskjálftinn sem varð í gær undan ströndum Japans er allt annars eðlis en skjálftar sem þekkjast hér á landi. Orkan sem leystist úr læðingi í stærsta skjálftanum er um 900 sinnum meiri en þekkist í stærstu skjálftum hér. „Rætt er um að skjálftinn hafi verið 8,9 að stærð,“ segir Benedikt Halldórsson, sérfræðingur á Rannsóknarmiðstöð í jarðskjálftaverkfræði. „Þegar skjálftar eru komnir í þessa stærð þá eru það orðnir svokallaðir risaskjálftar.“ Benedikt bendir á að orkan sem leysist úr læðingi aukist þrjátíufalt með hverri heilli stærð á Richter-skala. „Það er því níuhundruð sinnum meiri orka í skjálfta upp á 8,9 en í skjálfta upp á 6,9,“ segir hann og bendir á að ekki sé gert ráð fyrir að stærstu skjálftar sem verði hér á landi verði stærri en sjö á Richter. Suðurlandsskjálftinn árið 2008 var 6,3 á Richter. Þá bendir Benedikt á að hér verða stærstu skjálftarnir á svokölluðum þvergengjum, þar sem land færist til hliðar eftir brotalínu, en skjálftinn undan strönd Japans hafi átt sér stað á svokölluðu sökkbelti. „Þar gengur Kyrrahafsflekinn undir Japan og landið ýtist upp á skilunum.“ Risaskjálftar þar sem einn fleki gengur undir annan standa líka lengur yfir en skjálftar sem hér þekkjast. „Svona skjálfti tekur kannski eina til tvær mínútur, meðan meginhreyfingarnar í skjálftanum hér 2008 tóku fjórar til fimm sekúndur.“ Þeim mun lengri tíma sem skjálftinn tekur þeim mun meira álag verður á mannvirki. Benedikt segir að auk þess séu líkur á tjóni stærðargráðum meiri en hér, einfaldlega sökum mannfjölda. Þó sé öll hönnun húsa í Japan afar vel úr garði gerð. „Það sem gerir þennan skjálfta einstakan er hversu stór hann er og hversu nálægt hann er gríðarlega þéttbýlu svæði,“ segir Benedikt og bendir á að um 10 þúsund manns hafi verið á aðaláhrifasvæði Suðurlandsskjálftans 2008, en á áhrifasvæði skjálftanna í Japan í gær sú 30 milljónir manna. - óká Jarðskjálfti í Japan Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Fleiri fréttir Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Sjá meira
Risajarðskjálftinn sem varð í gær undan ströndum Japans er allt annars eðlis en skjálftar sem þekkjast hér á landi. Orkan sem leystist úr læðingi í stærsta skjálftanum er um 900 sinnum meiri en þekkist í stærstu skjálftum hér. „Rætt er um að skjálftinn hafi verið 8,9 að stærð,“ segir Benedikt Halldórsson, sérfræðingur á Rannsóknarmiðstöð í jarðskjálftaverkfræði. „Þegar skjálftar eru komnir í þessa stærð þá eru það orðnir svokallaðir risaskjálftar.“ Benedikt bendir á að orkan sem leysist úr læðingi aukist þrjátíufalt með hverri heilli stærð á Richter-skala. „Það er því níuhundruð sinnum meiri orka í skjálfta upp á 8,9 en í skjálfta upp á 6,9,“ segir hann og bendir á að ekki sé gert ráð fyrir að stærstu skjálftar sem verði hér á landi verði stærri en sjö á Richter. Suðurlandsskjálftinn árið 2008 var 6,3 á Richter. Þá bendir Benedikt á að hér verða stærstu skjálftarnir á svokölluðum þvergengjum, þar sem land færist til hliðar eftir brotalínu, en skjálftinn undan strönd Japans hafi átt sér stað á svokölluðu sökkbelti. „Þar gengur Kyrrahafsflekinn undir Japan og landið ýtist upp á skilunum.“ Risaskjálftar þar sem einn fleki gengur undir annan standa líka lengur yfir en skjálftar sem hér þekkjast. „Svona skjálfti tekur kannski eina til tvær mínútur, meðan meginhreyfingarnar í skjálftanum hér 2008 tóku fjórar til fimm sekúndur.“ Þeim mun lengri tíma sem skjálftinn tekur þeim mun meira álag verður á mannvirki. Benedikt segir að auk þess séu líkur á tjóni stærðargráðum meiri en hér, einfaldlega sökum mannfjölda. Þó sé öll hönnun húsa í Japan afar vel úr garði gerð. „Það sem gerir þennan skjálfta einstakan er hversu stór hann er og hversu nálægt hann er gríðarlega þéttbýlu svæði,“ segir Benedikt og bendir á að um 10 þúsund manns hafi verið á aðaláhrifasvæði Suðurlandsskjálftans 2008, en á áhrifasvæði skjálftanna í Japan í gær sú 30 milljónir manna. - óká
Jarðskjálfti í Japan Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Fleiri fréttir Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Sjá meira