Íslenskt hráefni eldað á amerískan máta á Grillinu 9. mars 2011 00:01 Sigurður Helgason, yfirkokkur á Grillinu. Mynd/Vilhelm Gestakokkur Grillsins á Hótel Sögu á Food and Fun verður bandaríski kokkurinn Chris Parsons, sem rekur veitingastaðinn Catch í útjaðri Boston. „Chris hefur mikinn áhuga á að nota íslenskt hráefni og uppistaðan í matseðlinum verður bleikja, þorskur, lamb og skyr,“ segir Sigurður Helgason, yfirkokkur á Grillinu á Hótel Sögu, um gestakokkinn Chris Parsons sem mun ráða ríkjum í eldhúsi Grillsins meðan á Food and Fun stendur. Parsons opnaði veitingahúsið Catch í Winchester fyrir norðan Boston árið 2003 og næstu þrjú árin var staðurinn valinn besti nýi veitingastaðurinn í Boston auk þess að vera valinn besti fiskistaðurinn árið 2006. „Hann hefur líka mikinn áhuga á að fá ígulker til að matreiða, en hvort það verður að veruleika ræðst af framboðinu,“ segir Sigurður. Parsons leggur mikla áherslu á ferskt hráefni og þá einkum fisk, sem er í samræmi við þá stefnu sem Grillið hefur sett sér. „Við einbeitum okkur að því að nota íslenskt hráefni á Grillinu,“ segir Sigurður. „Við erum það sem kallað er nýevrópskur staður, viljum ekki binda okkur við nýnorrænu stefnuna þar sem við notum hráefni eins og sítrónur og aðra suðræna ávexti. Hins vegar leggjum við mikla áherslu á árstíðabundið íslenskt hráefni og Chris er alveg inni á því að vinna með sama hráefni og við, þannig að matseðillinn verður í okkar stíl með nýjum áherslum frá Boston og útkoman ætti að verða mjög spennandi.“ Food and Fun Veitingastaðir Mest lesið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp
Gestakokkur Grillsins á Hótel Sögu á Food and Fun verður bandaríski kokkurinn Chris Parsons, sem rekur veitingastaðinn Catch í útjaðri Boston. „Chris hefur mikinn áhuga á að nota íslenskt hráefni og uppistaðan í matseðlinum verður bleikja, þorskur, lamb og skyr,“ segir Sigurður Helgason, yfirkokkur á Grillinu á Hótel Sögu, um gestakokkinn Chris Parsons sem mun ráða ríkjum í eldhúsi Grillsins meðan á Food and Fun stendur. Parsons opnaði veitingahúsið Catch í Winchester fyrir norðan Boston árið 2003 og næstu þrjú árin var staðurinn valinn besti nýi veitingastaðurinn í Boston auk þess að vera valinn besti fiskistaðurinn árið 2006. „Hann hefur líka mikinn áhuga á að fá ígulker til að matreiða, en hvort það verður að veruleika ræðst af framboðinu,“ segir Sigurður. Parsons leggur mikla áherslu á ferskt hráefni og þá einkum fisk, sem er í samræmi við þá stefnu sem Grillið hefur sett sér. „Við einbeitum okkur að því að nota íslenskt hráefni á Grillinu,“ segir Sigurður. „Við erum það sem kallað er nýevrópskur staður, viljum ekki binda okkur við nýnorrænu stefnuna þar sem við notum hráefni eins og sítrónur og aðra suðræna ávexti. Hins vegar leggjum við mikla áherslu á árstíðabundið íslenskt hráefni og Chris er alveg inni á því að vinna með sama hráefni og við, þannig að matseðillinn verður í okkar stíl með nýjum áherslum frá Boston og útkoman ætti að verða mjög spennandi.“
Food and Fun Veitingastaðir Mest lesið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp