Viðskipti erlent

Dönsk stjórnvöld íhuga að greiða út eftirlaunin

Dönsk stjórnvöld hafa áhuga á því að afnema svokölluð eftirlaun, eða efterlönsbidrag, og greiða þau út til dansks launafólks.

Ef þessar hugmyndir verða að veruleika mun það þýða 40 milljarða danskra króna, eða yfir 800 milljarða króna, innspýtingu inn í danska hagkerfið.

Eftirlaun þessi hafi hingað til verið borguð í gegnum stéttarfélög landsins, það er þau hafa verið hluti af stéttarfélagsgjöldunum og nema nú tæplega 5.400 dönskum krónum á ári.

Verði hugmyndir dönsku stjórnarinar að veruleika munu allir sem náð hafa 45 ára aldri frá þessi eftirlaun greidd út eða geta sett þau inn á lífeyrisreikninga sína.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×