Þeir Ingimundur Ingimundarson og Kári Kristján Kristjánsson eru herbergisfélagar hjá landsliðinu. Þar er eflaust mikið sprellað enda báðir afar léttir á því.
Kári hefur reyndar komið Ingimundi á óvart með því að vera mikill snyrtipinni. Kára hrósar félaga sínum að sama skapi fyrir að pissa ekki út um allt á klósettinu.
Vísir tók púlsinn á þeim félögum er þeir voru nýbúnir að koma sér fyrir í Jönköping og má sjá afraksturinn hér að ofan.
Diddi og Kári eru Ajax-mennirnir
Henry Birgir Gunnarsson í Jönköping skrifar