Runk hugarfars Bergsteinn Sigurðsson skrifar 4. janúar 2011 09:14 Stærsta vandamál Íslendinga er án nokkurs vafa yfirþyrmandi skortur á auðmýkt og sjálfsgagnrýni. Betur og betur er að koma í ljós að Íslendingar eru ótrúlega sjálfhverfar smásálir, sem eru ófærar um að líta í eigin barm. Ein ógeðslegasta birtingarmynd þeirrar heimtufrekju sem tröllríður þjóðinni á alla vegu er hversu stórkostlega hneykslunargjörn hún er. Þetta er algjörlega óþolandi. Við verðum að hætta þessu rugli gott fólk; hætta allri vandlætingu. Nýtt Ísland verður ekki byggt á upphrópunum og hneykslun!!! Örugglega er ein ástæða þess að við erum í þessari stöðu sú að við reiðum okkur of mikið á hugsun. Hugsun er bundin við fortíðina. Með því að ljá tilveru okkar skilning erum við föst í fortíðinni; með því að hugsa reynum að halda í hið liðna eins og Smáralindarkynslóðaroffitusjúklingur heldur í síðasta kjúklingalærið í KFC-fötunni. Hugsun býr til andlega spéhræðslu sem leiðir til þess að við sjáum sannleikann ekki nakinn, heldur reynum alltaf að fela nekt hans í sundskýlu hugsunar. Nýtt Ísland verður ekki byggt á hugsun. Hættum að hugsa! Langflest erum við svo skilyrt af sjálfsmynd okkar sem er svo rækilega bundin við heimsmynd okkar að þegar heimsmyndin hrynur liggur sjálfsmynd okkar eftir í forarvilpunni, þar sem hún veltist um og kastar drullu í allar áttir án þess að átta sig á hvar hún liggur. Höfum í huga orð kínverska heimspekingsins Lao Tse Tung sem sagði löngu fyrir fæðingu Jesú Krists: "Hvaða lykt er þetta?" Hættum þessu rugli. Nýtt Ísland verður ekki byggt úr daunillri for. Venjulegir Íslendingar eru andlegir ístrubelgir sem eru sáttir svo lengi sem þeir fá sitt Séð & Heyrt með Begga og Pacasi. Þeir eru upp til hópa með útbólgin egó af of mikilli kókópöffsneyslu og ekkert bólgueyðandi er í augsýn. Mahatma Gandí, móðir Teresa og Jesús Kristur borðuðu aldrei kókópöffs og tóku aldrei bólgueyðandi. Hættum þessu rugli og tökum þau okkur til fyrirmyndar. Nýtt Ísland verður ekki byggt á kókópöffsi og egósmættandi lyfjum úr apótekinu í Smáralind. Ipsa scientia potestas est, segir latneskt spakmæli. Þið getið flett því upp. En mergur málsins er sá að hér á landi verði hugarfarsbylting. Hún hefst með því að horfa í spegilinn vel og lengi. Það hef ég gert. Og mér líkar það vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun
Stærsta vandamál Íslendinga er án nokkurs vafa yfirþyrmandi skortur á auðmýkt og sjálfsgagnrýni. Betur og betur er að koma í ljós að Íslendingar eru ótrúlega sjálfhverfar smásálir, sem eru ófærar um að líta í eigin barm. Ein ógeðslegasta birtingarmynd þeirrar heimtufrekju sem tröllríður þjóðinni á alla vegu er hversu stórkostlega hneykslunargjörn hún er. Þetta er algjörlega óþolandi. Við verðum að hætta þessu rugli gott fólk; hætta allri vandlætingu. Nýtt Ísland verður ekki byggt á upphrópunum og hneykslun!!! Örugglega er ein ástæða þess að við erum í þessari stöðu sú að við reiðum okkur of mikið á hugsun. Hugsun er bundin við fortíðina. Með því að ljá tilveru okkar skilning erum við föst í fortíðinni; með því að hugsa reynum að halda í hið liðna eins og Smáralindarkynslóðaroffitusjúklingur heldur í síðasta kjúklingalærið í KFC-fötunni. Hugsun býr til andlega spéhræðslu sem leiðir til þess að við sjáum sannleikann ekki nakinn, heldur reynum alltaf að fela nekt hans í sundskýlu hugsunar. Nýtt Ísland verður ekki byggt á hugsun. Hættum að hugsa! Langflest erum við svo skilyrt af sjálfsmynd okkar sem er svo rækilega bundin við heimsmynd okkar að þegar heimsmyndin hrynur liggur sjálfsmynd okkar eftir í forarvilpunni, þar sem hún veltist um og kastar drullu í allar áttir án þess að átta sig á hvar hún liggur. Höfum í huga orð kínverska heimspekingsins Lao Tse Tung sem sagði löngu fyrir fæðingu Jesú Krists: "Hvaða lykt er þetta?" Hættum þessu rugli. Nýtt Ísland verður ekki byggt úr daunillri for. Venjulegir Íslendingar eru andlegir ístrubelgir sem eru sáttir svo lengi sem þeir fá sitt Séð & Heyrt með Begga og Pacasi. Þeir eru upp til hópa með útbólgin egó af of mikilli kókópöffsneyslu og ekkert bólgueyðandi er í augsýn. Mahatma Gandí, móðir Teresa og Jesús Kristur borðuðu aldrei kókópöffs og tóku aldrei bólgueyðandi. Hættum þessu rugli og tökum þau okkur til fyrirmyndar. Nýtt Ísland verður ekki byggt á kókópöffsi og egósmættandi lyfjum úr apótekinu í Smáralind. Ipsa scientia potestas est, segir latneskt spakmæli. Þið getið flett því upp. En mergur málsins er sá að hér á landi verði hugarfarsbylting. Hún hefst með því að horfa í spegilinn vel og lengi. Það hef ég gert. Og mér líkar það vel.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun