Ólafur Stefánsson segir að íslenska liðið megi ekki hætta þó svo það sé búið að tapa tveim leikjum í röð á HM.
"Það er erfitt að lýsa vonbrigðum sínum núna. Það kemur í kvöld eða á eftir," sagði Ólafur eftir leikinn.
"Það er samt áfram veginn. Við verðum að ná í Ólympíusæti. Það er næsta takmark.
"Þeir taka á okkur í fyrri hálfleik með vörn frá Ciudad sem ég kannast aðeins við. Við réðum ekki við það og svo var allt í skeytunum hjá þeim.
"Við gáfumst ekki upp en það gerðist eitthvað. Það var margt skrítið í gangi þarna. Við vorum ekki nógu beittir og töpuðum of mörgum boltum og allt það."