Jóhanna Guðrún: Nauðsynlegt að baka með mömmu 1. nóvember 2011 00:01 Lagið „Ef ég nenni" kemur Jóhönnu í jólaskap. „Ef ég nenni, í flutningi Helga Björns, kemur mér alltaf í jólastuð. Svo er líka alltaf mikil stemning að fara og kíkja á jólaþorpið í Hafnarfirðinum. Ég mæli með því," svarar Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona aðspurð hvað kemur henni í jólagírinn. „Í mínum huga er öll jól sem ég hef upplifað hlaðin góðum minningum. Mér finnst mjög erfitt að gera uppá milli." Jóhanna Guðrún fékk lítinn frænda á árinu sem hún fær að eyða aðfangadagskvöldinu með. „Í ár verða jólin örugglega sérlega lífleg og skemmtileg. Ég fékk lítinn frænda á árinu og þetta verða fyrstu jólin hans og við erum svo heppin að hann ætlar að vera hjá okkur fyrstu jólin sín," segir Jóhanna Guðrún. „Mér finnst nauðsynlegt að baka með mömmu, gera jólaísinn og skreyta jólatréð á þorláksmessu. Ég þyki sérlega fastheldin á hefðir fyrir jólin," segir hún að lokum. - elly@365.is. Jólafréttir Mest lesið Rúsínukökur Jólin Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Deila með sér hollustunni Jól Jólakonan skreytir líka þvottahúsið Jól Psy og Wham saman í jólasmell Jólin Hó, hó, hó í Hafnarfirði Jól Keypti sér jólaskraut úti í miðri eyðimörk Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Unnur Birna: Hugsar til ömmu á jólunum Jól Frumsýning á jólamynd Jól
„Ef ég nenni, í flutningi Helga Björns, kemur mér alltaf í jólastuð. Svo er líka alltaf mikil stemning að fara og kíkja á jólaþorpið í Hafnarfirðinum. Ég mæli með því," svarar Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona aðspurð hvað kemur henni í jólagírinn. „Í mínum huga er öll jól sem ég hef upplifað hlaðin góðum minningum. Mér finnst mjög erfitt að gera uppá milli." Jóhanna Guðrún fékk lítinn frænda á árinu sem hún fær að eyða aðfangadagskvöldinu með. „Í ár verða jólin örugglega sérlega lífleg og skemmtileg. Ég fékk lítinn frænda á árinu og þetta verða fyrstu jólin hans og við erum svo heppin að hann ætlar að vera hjá okkur fyrstu jólin sín," segir Jóhanna Guðrún. „Mér finnst nauðsynlegt að baka með mömmu, gera jólaísinn og skreyta jólatréð á þorláksmessu. Ég þyki sérlega fastheldin á hefðir fyrir jólin," segir hún að lokum. - elly@365.is.
Jólafréttir Mest lesið Rúsínukökur Jólin Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Deila með sér hollustunni Jól Jólakonan skreytir líka þvottahúsið Jól Psy og Wham saman í jólasmell Jólin Hó, hó, hó í Hafnarfirði Jól Keypti sér jólaskraut úti í miðri eyðimörk Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Unnur Birna: Hugsar til ömmu á jólunum Jól Frumsýning á jólamynd Jól