Viðskipti erlent

Veruleg aukning í jólasölu Magasin du Nord

Veruleg aukning varð á jólasölu Magasin du Nord í Kaupmannahöfn í fyrra miðað við árið á undan. Breska verslunarkeðjan Debenhams rekur nú Magasin.

Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að síðustu 19 vikurnar, fram til 8. janúar, hafi söluaukning Magasin du Nord numið 11,5% m.v. sama tímabil árið áður. Hinsvegar gekk móðurfélaginu sjálfu, Debenhams, ekki eins vel en söluaukning þess á sama tíma nam aðeins 0,3%. Veltan hjá Magasin á síðasta reikningsári nam tæpum 1,9 milljörðum danskra kr. eða um 38 milljörðum kr.

ALMC, áður Straumur, í Danmörku á enn helminginn af fasteignum Magasin við Kongens Nytorv. Í fyrra keypti pakistanski fjárfesturinn Alshair Fiyaz að fullu eign ALMC í Solstra Holding, félagi sem hann og ALMC áttu saman að jöfnu.

Inn í Solstra voru, auk Magasin, eignirnar stórverslunin Illum og Magasin-eignir í Lyngby, Árósum og Óðinsvéum. Eignirnar í Lyngby, Árósum og Óðinsvéum voru síðan seldar lífeyrissjóðunum ATP og PensionDanmark í lok síðasta árs.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×