Best er að elda kalkúninn við 200° fyrstu 15 mínúturnar. Síða er hitinn lækkaður í 125°og kalkúnninn bakaður í þrjá tíma. Það fer eftir stærð fuglsins hve lengi þarf að elda hann og það er nauðsynlegt að nota kjarnhitamæli.
Honum er stungið í þykkasta hluta fuglsins án þess að koma við bein, og þegar mælirinn sýnir 78° er kalkúnninn tilbúinn.

Það getur verið gott að setja viskastykki bleytt í smjöri yfir fuglinn og ausa reglulega yfir það á 30 mínútna fresti.
Viskastykkið er síðan fjarlægt síðustu fimmtán mínúturnar og hitinn hækkaður í 180° til að fá fallegan gljáa.
Best er að leyfa kalkúninum að standa í fimmtán mínútur áður en hann er skorinn.