Víðari sjóndeildarhringur Ólafur Þ. Stephensen skrifar 15. febrúar 2011 12:30 Margrét Guðmundsdóttir, formaður Félags atvinnurekenda og forstjóri lyfjafyrirtækisins Icepharma, hélt athyglisverða ræðu á fundi félagsins í síðustu viku, sem sagt var frá í Fréttablaðinu. Margrét gagnrýndi meðal annars þá yfirþyrmandi athygli sem gömlu frumframleiðslugreinarnar, sjávarútvegur og landbúnaður, fengju hjá stjórnmálamönnum og fjölmiðlum miðað við hlut sinn í atvinnulífinu. Það er sjónarmið sem mikið er til í. Við undirbúning umsóknar um aðild að Evrópusambandinu var þannig nánast eingöngu rætt um hagsmuni þessara tveggja atvinnugreina. Þótt þær séu mikilvægar verður mestu vaxtartækifærin og verðmætustu störfin ekki þar að finna á næstu árum. Tækifærin liggja í öðrum atvinnugreinum og mætti ræða meira um hvernig á að halda hagsmunum þeirra til haga, til dæmis gagnvart ESB. Margrét gagnrýndi sömuleiðis hversu uppteknir Íslendingar væru af umræðu um náttúruauðlindir. Hún hefur rekið fyrirtæki í Danmörku og tók dæmi af Dönum, sem lengst af hafa verið fátækir af auðlindum og vöxtur og þroski samfélagsins hefur fyrir vikið byggzt á menntun. Áherzla á verk- og verkfræðimenntun hefur skilað sér í uppbyggingu stórra útflutningsfyrirtækja. Hér á landi er verkfræðimenntun nú skorin niður og atvinnulífið segir ekki orð, eins og Margrét vakti athygli á. "Í ljósi þess hvernig Danir hafa byggt upp sitt öfluga atvinnulíf með sterkum og oft alþjóðlegum framleiðslufyrirtækjum er rökrétt að velta því upp hvort auðlindirnar sem við Íslendingar erum svo rík af séu okkur mögulega hindrun í að vaxa á öðrum sviðum," sagði Margrét. "Getur verið að við einblínum of mikið á þær og þá hvort og hvernig við getum nýtt þær í stað þess að víkka sjóndeildarhringinn og nýta önnur tækifæri?" Þetta er áhugaverð spurning. Umræður á Íslandi snúast mikið um hvort og hvar eigi að virkja, hver eigi kvótann, hvað eigi að borga fyrir hann og svo framvegis. Á sumum sviðum er umræðan komin út í vitleysu. Þegar rætt er um aðild að alþjóðasamstarfi hafa sumir áhyggjur af að útlendingar ásælist auðlindir okkar. Þrálátur misskilningur um að verið sé að selja náttúruauðlindir á Suðurnesjum tefur fyrir erlendri fjárfestingu í atvinnulífinu. Að einhverju leyti hefur bankahrunið spillt fyrir þeim sem vilja taka ofan auðlindagleraugun. Uppbygging fjármálaþjónustu var oft tekin sem dæmi um að hér væri hægt að byggja upp arðvænlegar atvinnugreinar, sem ekki byggðu á nýtingu annarra auðlinda en mannauðsins. Eftir hrun hafa margir leitað aftur í það sem er þekkt, öruggt og íslenzkt. Vaxtarmöguleikar Íslands liggja í að virkja menntun, þekkingu, hugvit og rannsóknir til að byggja upp nýjar, öflugar og alþjóðlegar framleiðslugreinar. Umræðan ber hins vegar iðulega vott um að sjóndeildarhringur margra nær ekki svo langt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson Skoðun
Margrét Guðmundsdóttir, formaður Félags atvinnurekenda og forstjóri lyfjafyrirtækisins Icepharma, hélt athyglisverða ræðu á fundi félagsins í síðustu viku, sem sagt var frá í Fréttablaðinu. Margrét gagnrýndi meðal annars þá yfirþyrmandi athygli sem gömlu frumframleiðslugreinarnar, sjávarútvegur og landbúnaður, fengju hjá stjórnmálamönnum og fjölmiðlum miðað við hlut sinn í atvinnulífinu. Það er sjónarmið sem mikið er til í. Við undirbúning umsóknar um aðild að Evrópusambandinu var þannig nánast eingöngu rætt um hagsmuni þessara tveggja atvinnugreina. Þótt þær séu mikilvægar verður mestu vaxtartækifærin og verðmætustu störfin ekki þar að finna á næstu árum. Tækifærin liggja í öðrum atvinnugreinum og mætti ræða meira um hvernig á að halda hagsmunum þeirra til haga, til dæmis gagnvart ESB. Margrét gagnrýndi sömuleiðis hversu uppteknir Íslendingar væru af umræðu um náttúruauðlindir. Hún hefur rekið fyrirtæki í Danmörku og tók dæmi af Dönum, sem lengst af hafa verið fátækir af auðlindum og vöxtur og þroski samfélagsins hefur fyrir vikið byggzt á menntun. Áherzla á verk- og verkfræðimenntun hefur skilað sér í uppbyggingu stórra útflutningsfyrirtækja. Hér á landi er verkfræðimenntun nú skorin niður og atvinnulífið segir ekki orð, eins og Margrét vakti athygli á. "Í ljósi þess hvernig Danir hafa byggt upp sitt öfluga atvinnulíf með sterkum og oft alþjóðlegum framleiðslufyrirtækjum er rökrétt að velta því upp hvort auðlindirnar sem við Íslendingar erum svo rík af séu okkur mögulega hindrun í að vaxa á öðrum sviðum," sagði Margrét. "Getur verið að við einblínum of mikið á þær og þá hvort og hvernig við getum nýtt þær í stað þess að víkka sjóndeildarhringinn og nýta önnur tækifæri?" Þetta er áhugaverð spurning. Umræður á Íslandi snúast mikið um hvort og hvar eigi að virkja, hver eigi kvótann, hvað eigi að borga fyrir hann og svo framvegis. Á sumum sviðum er umræðan komin út í vitleysu. Þegar rætt er um aðild að alþjóðasamstarfi hafa sumir áhyggjur af að útlendingar ásælist auðlindir okkar. Þrálátur misskilningur um að verið sé að selja náttúruauðlindir á Suðurnesjum tefur fyrir erlendri fjárfestingu í atvinnulífinu. Að einhverju leyti hefur bankahrunið spillt fyrir þeim sem vilja taka ofan auðlindagleraugun. Uppbygging fjármálaþjónustu var oft tekin sem dæmi um að hér væri hægt að byggja upp arðvænlegar atvinnugreinar, sem ekki byggðu á nýtingu annarra auðlinda en mannauðsins. Eftir hrun hafa margir leitað aftur í það sem er þekkt, öruggt og íslenzkt. Vaxtarmöguleikar Íslands liggja í að virkja menntun, þekkingu, hugvit og rannsóknir til að byggja upp nýjar, öflugar og alþjóðlegar framleiðslugreinar. Umræðan ber hins vegar iðulega vott um að sjóndeildarhringur margra nær ekki svo langt.