Jhonattan Vegas stefnir á að bæta met í eigu Tiger Woods Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 1. febrúar 2011 16:30 Jhonattan Vegas er ekki þekktasti kylfingur heims en hann hefur vakið gríðarlega athygli á fyrstu mótunum á PGA mótaröðinni í Bandaríkjunum. AP Jhonattan Vegas er ekki þekktasti kylfingur heims en hann hefur vakið gríðarlega athygli á fyrstu mótunum á PGA mótaröðinni í Bandaríkjunum. Vegas, sem er frá Venesúela, er á góðri leið með að slá met sem er í eigu Tiger Woods. Vegas er á góðri leið með að vinna sér inn 2 milljónir dala í verðlaunafé á PGA mótaröðinni með meiri hraða en Woods gerði á sínum tíma. Vegas sem er 26 ára gamall sigraði á Bob Hope meistaramótinu sem var aðeins hans fimmta PGA mót á ferlinum og kom sigur hans verulega á óvart. Hann var á meðal efstu manna á Farmers meistaramótinu sem lauk á sunnudag og þar endaði Vegas í þriðja sæti. Þar náði hann betri árangri en Woods sem endaði í 44. sæti og Phil Mickelson varð annar og Bubba Watson sigraði. Á þessu tímabili hefur Vegas unnið sér inn tæplega 1,3 milljón dala á fimm mótum eða um 150 milljónir kr. Til samanburðar rauf Woods 2 milljóna dala múrinn eftir 16 mót þegar hann var nýliði á mótaröðinni. Vegas tryggði sér keppnisrétt á PGA mótaröðinni með því að enda í fimmta sæti á peningalista Nationwide mótaraðarinnar sem er sú næst sterkasta í Bandaríkjunum. Á síðustu tveimur vikum hefur Vegas farið úr 118. sætinu á heimslistanum upp í það 69. Hann er eini kylfingurinn frá Venesúela sem hefur náð keppnisrétti á PGA mótaröðinni. Golf Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Jhonattan Vegas er ekki þekktasti kylfingur heims en hann hefur vakið gríðarlega athygli á fyrstu mótunum á PGA mótaröðinni í Bandaríkjunum. Vegas, sem er frá Venesúela, er á góðri leið með að slá met sem er í eigu Tiger Woods. Vegas er á góðri leið með að vinna sér inn 2 milljónir dala í verðlaunafé á PGA mótaröðinni með meiri hraða en Woods gerði á sínum tíma. Vegas sem er 26 ára gamall sigraði á Bob Hope meistaramótinu sem var aðeins hans fimmta PGA mót á ferlinum og kom sigur hans verulega á óvart. Hann var á meðal efstu manna á Farmers meistaramótinu sem lauk á sunnudag og þar endaði Vegas í þriðja sæti. Þar náði hann betri árangri en Woods sem endaði í 44. sæti og Phil Mickelson varð annar og Bubba Watson sigraði. Á þessu tímabili hefur Vegas unnið sér inn tæplega 1,3 milljón dala á fimm mótum eða um 150 milljónir kr. Til samanburðar rauf Woods 2 milljóna dala múrinn eftir 16 mót þegar hann var nýliði á mótaröðinni. Vegas tryggði sér keppnisrétt á PGA mótaröðinni með því að enda í fimmta sæti á peningalista Nationwide mótaraðarinnar sem er sú næst sterkasta í Bandaríkjunum. Á síðustu tveimur vikum hefur Vegas farið úr 118. sætinu á heimslistanum upp í það 69. Hann er eini kylfingurinn frá Venesúela sem hefur náð keppnisrétti á PGA mótaröðinni.
Golf Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira