Björgvin Páll Gústavsson var stórkostlegur í íslenska markinu í kvöld og skellti í lás í síðari hálfleik.
"Þetta var flott. Varnarleikurinn rosalegur og þeir voru hræddir við okkur. Maður gat séð hræðsluna í augunum á þeim. Strákarnir í vörninni voru að vinna frábæra vinnu fyrir mig," sagði Björgvín hógvær.
"Þetta var stríð og við undirbjuggum okkur fyrir það. Við létum það sem þeir sögðu í fjölmiðlum eiga sig en auðvitað hjálpaði það bara til ef eitthvað. Við létum verkin tala á vellinum.
"Þegar mennirnir fyrir framan mig fara í gang get ég ekki annað en vorkennt mönnunum sem spila á móti okkur. Geðveikin sem er í gangi er ekki eðlileg. Að vinna svona leiki er það skemmtilegasta sem maður gerir."