Mennska S. Starri Hauksson skrifar 1. febrúar 2011 06:00 Við búum í samfélagi sem byggir á staðalímyndum, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Auglýsingar, bíómyndir, sjónvarpsseríur og hafsjór annarra miðla eru meira en til í að hjálpa okkur að finna kassann sem við tilheyrum og benda okkur á það þegar við erum annað hvort að stíga yfir línur eða standa okkur ekki. Ég er nýbakaður faðir lítillar stelpu, sem segir náttúrlega ekkert um mig, ég er það sem Gillz kallaði áður "trefil" sökum vöðvarýrðar og áhuga á evrópskri bíómyndagerð, ég held reyndar að hann kalli okkur pappakassa í dag. Við tökum öll þátt í þessu á einhvern máta, sem getur í eðli sínu verið saklaust, húmorískt og jafnvel skemmtilegt. En hvar liggur þessi ágæta lína og hver á að draga hana? Hvenær er ímyndin eða klisjan orðin skaðleg? Heimilisofbeldi, hvað er það fyrsta sem kemur upp í hugann? Blokk í Breiðholtinu, hún með glóðarauga, rifinn bol og krakkarnir vola uppi á fjórðu hæð. Hann tekur fálátlega á móti lögreglunni, sem verður frá að hverfa þar sem konan segist hafa dottið og friðhelgi heimilisins má ekki rjúfa. Þessi mynd er bæði úrelt og skaðleg. Margar birtingarmyndir ofbeldis skilja ekki eftir sig líkamlega áverka, ofbeldi er óháð efnahag, búsetu, húðlit eða kyni. Ég er ekki að gera lítið úr því ofbeldi sem konur verða fyrir af hálfu karla. En ég vil benda á að þegar fjallað er um ofbeldi þar sem karlmaðurinn er fórnarlamb af hálfu konu er það í flestum tilfellum vandræðalegt og í verstu tilfellum háðulegt þar sem fórnarlambið er málað sem gunga sem lætur valta yfir sig og hægt er að hlæja að yfir boltanum með strákunum. Vörumst samt að líta svo á að úr því að við viðurkennum að karlmenn séu beittir ofbeldi af hálfu kvenna sé hér komið einhvers konar ofbeldisjafnvægi. Það bætir ekkert að nauðga Jóni líka svona úr því að það var verið að nauðga Gunnu. Gefum skít í staðalímyndir, slökkvum á kven/karl skeytingunni og byrjum 2011 á mennsku. Gefum okkur ekki að við vitum hvernig nágranni okkar virkar út frá kynþætti, hárlit, fatasmekk, kynhneigð, samfélagsstöðu eða hvaða kynfærasett er á milli fótanna á henni eða honum. Umfram allt, verum reiðubúin að hjálpa fólki á fætur frekar en að horfa í hina áttina á meðan verið er að berja það niður. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Við búum í samfélagi sem byggir á staðalímyndum, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Auglýsingar, bíómyndir, sjónvarpsseríur og hafsjór annarra miðla eru meira en til í að hjálpa okkur að finna kassann sem við tilheyrum og benda okkur á það þegar við erum annað hvort að stíga yfir línur eða standa okkur ekki. Ég er nýbakaður faðir lítillar stelpu, sem segir náttúrlega ekkert um mig, ég er það sem Gillz kallaði áður "trefil" sökum vöðvarýrðar og áhuga á evrópskri bíómyndagerð, ég held reyndar að hann kalli okkur pappakassa í dag. Við tökum öll þátt í þessu á einhvern máta, sem getur í eðli sínu verið saklaust, húmorískt og jafnvel skemmtilegt. En hvar liggur þessi ágæta lína og hver á að draga hana? Hvenær er ímyndin eða klisjan orðin skaðleg? Heimilisofbeldi, hvað er það fyrsta sem kemur upp í hugann? Blokk í Breiðholtinu, hún með glóðarauga, rifinn bol og krakkarnir vola uppi á fjórðu hæð. Hann tekur fálátlega á móti lögreglunni, sem verður frá að hverfa þar sem konan segist hafa dottið og friðhelgi heimilisins má ekki rjúfa. Þessi mynd er bæði úrelt og skaðleg. Margar birtingarmyndir ofbeldis skilja ekki eftir sig líkamlega áverka, ofbeldi er óháð efnahag, búsetu, húðlit eða kyni. Ég er ekki að gera lítið úr því ofbeldi sem konur verða fyrir af hálfu karla. En ég vil benda á að þegar fjallað er um ofbeldi þar sem karlmaðurinn er fórnarlamb af hálfu konu er það í flestum tilfellum vandræðalegt og í verstu tilfellum háðulegt þar sem fórnarlambið er málað sem gunga sem lætur valta yfir sig og hægt er að hlæja að yfir boltanum með strákunum. Vörumst samt að líta svo á að úr því að við viðurkennum að karlmenn séu beittir ofbeldi af hálfu kvenna sé hér komið einhvers konar ofbeldisjafnvægi. Það bætir ekkert að nauðga Jóni líka svona úr því að það var verið að nauðga Gunnu. Gefum skít í staðalímyndir, slökkvum á kven/karl skeytingunni og byrjum 2011 á mennsku. Gefum okkur ekki að við vitum hvernig nágranni okkar virkar út frá kynþætti, hárlit, fatasmekk, kynhneigð, samfélagsstöðu eða hvaða kynfærasett er á milli fótanna á henni eða honum. Umfram allt, verum reiðubúin að hjálpa fólki á fætur frekar en að horfa í hina áttina á meðan verið er að berja það niður. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun