Íslensk skíðastúlka, Freydís Halla Einarsdóttir varð í öðru sæti í flokki 15-16 ára á heimsmeistaramóti unglinga í stórsvigi í Sviss í dag.
Freydís er fædd árið 1994 og af öllum keppendum fæddum á bilinu 1991 til 95 varð Freydís í 37. sæti. Aðeins 47 keppendur af 120 sem hófu keppni, gátu klárað báðar sínar ferðir.
Katrín Kristjánsdóttir, Fanney Guðmundsdóttir og Erla Ásgeirsdóttir tóku líka þátt í stórsviginu í dag en náðu ekki að klára. Stelpurnar keppa síðan í svigi á morgun.