Léttur jafn réttur Haraldur F. Gíslason skrifar 28. janúar 2011 06:00 Þegar sonur minn var að hefja grunnskólagöngu hélt skólastjórinn í skólanum hans mikla ræðu eins og venjan er. Ég er ekkert sérstaklega góður að hlusta á ræður, fer oftast að láta hugann reika ef ræðan dregst á langinn. Hins vegar tók ég eftir því að eitt af því sem skólastjórinn var stoltur af var sú staðreynd að skólinn var móðurskóli drengja í Reykjavík. Ég hef lengi haft áhuga á stöðu drengja í grunn- og leikskólum svo mér þótti þetta áhugavert. Þegar skólastjórinn hafði lokið við ræðuna gaf hún færi á spurningum. Ég greip tækifærið og spurði hversu margir karlkennarar störfuðu við skólann. Skólastjórinn var hálfvandræðaleg þegar hún svaraði, "enginn". Það er ekki konum að kenna hve fáir karlmenn kjósa að vera kennarar og þegar ég segi kennarar þá meina ég bæði leik- og grunnskólakennarar. Það er því skrítna samfélagi sem við höfum skapað að kenna. Við búum í samfélagi þar sem ekki er borin virðing fyrir kennarastarfinu. Það sjá allir kennarar svart á hvítu hver einustu mánaðamót. Hvers vegna kjarabarátta kennara hefur skilað svo litlum árangri er mér hulin ráðgáta. Ég velti því líka fyrir mér hvers vegna það eru frekar karlmenn sem láta ekki bjóða sér léleg kjör kennarastarfsins. Nýtt Ísland var slagorð sem sást oft á prenti fyrstu árin eftir hið margfræga hrun. Ég var bjartsýnn á að í nýju Íslandi væru kennarar virðingarverð stétt og samfélagið sýndi það í orði og á borði. Við erum hins vegar ekkert byrjuð á að byggja upp nýtt Ísland. Við erum að mestu leyti ennþá að hjakka í sama farinu. Það er samt aldrei of seint að byrja. Ef við viljum í alvöru að hæfasta fólkið sé að vinna með það sem við köllum á tyllidögum "það dýrmætasta sem við eigum" þurfum við að forgangsraða öðruvísi. Kæra samfélag þessa stórkostlega lands. Drengir og stúlkur eiga rétt á því að hafa kennara af báðum kynjum. Það er ekki jafnrétti ef fjölgun karlkennara verður til þess að laun kennara hækki. Við vitum hins vegar að við erum á réttri leið ef kvennastétt nær það miklum kjarabótum að karlmönnum fjölgar í faginu. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur F. Gíslason Öðlingurinn Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þegar sonur minn var að hefja grunnskólagöngu hélt skólastjórinn í skólanum hans mikla ræðu eins og venjan er. Ég er ekkert sérstaklega góður að hlusta á ræður, fer oftast að láta hugann reika ef ræðan dregst á langinn. Hins vegar tók ég eftir því að eitt af því sem skólastjórinn var stoltur af var sú staðreynd að skólinn var móðurskóli drengja í Reykjavík. Ég hef lengi haft áhuga á stöðu drengja í grunn- og leikskólum svo mér þótti þetta áhugavert. Þegar skólastjórinn hafði lokið við ræðuna gaf hún færi á spurningum. Ég greip tækifærið og spurði hversu margir karlkennarar störfuðu við skólann. Skólastjórinn var hálfvandræðaleg þegar hún svaraði, "enginn". Það er ekki konum að kenna hve fáir karlmenn kjósa að vera kennarar og þegar ég segi kennarar þá meina ég bæði leik- og grunnskólakennarar. Það er því skrítna samfélagi sem við höfum skapað að kenna. Við búum í samfélagi þar sem ekki er borin virðing fyrir kennarastarfinu. Það sjá allir kennarar svart á hvítu hver einustu mánaðamót. Hvers vegna kjarabarátta kennara hefur skilað svo litlum árangri er mér hulin ráðgáta. Ég velti því líka fyrir mér hvers vegna það eru frekar karlmenn sem láta ekki bjóða sér léleg kjör kennarastarfsins. Nýtt Ísland var slagorð sem sást oft á prenti fyrstu árin eftir hið margfræga hrun. Ég var bjartsýnn á að í nýju Íslandi væru kennarar virðingarverð stétt og samfélagið sýndi það í orði og á borði. Við erum hins vegar ekkert byrjuð á að byggja upp nýtt Ísland. Við erum að mestu leyti ennþá að hjakka í sama farinu. Það er samt aldrei of seint að byrja. Ef við viljum í alvöru að hæfasta fólkið sé að vinna með það sem við köllum á tyllidögum "það dýrmætasta sem við eigum" þurfum við að forgangsraða öðruvísi. Kæra samfélag þessa stórkostlega lands. Drengir og stúlkur eiga rétt á því að hafa kennara af báðum kynjum. Það er ekki jafnrétti ef fjölgun karlkennara verður til þess að laun kennara hækki. Við vitum hins vegar að við erum á réttri leið ef kvennastétt nær það miklum kjarabótum að karlmönnum fjölgar í faginu. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar