Viðskipti erlent

Flóðin í Ástralíu hafa áhrif á stálframleiðslu heimsins

MYND/AP
Hin gríðarmiklu flóð sem verið hafa í Queensland í Ástralíu síðustu daga geta haft áhrif á stálverð í heiminum til langs tíma. Ástæðan er sú að framleiðsla hefur stöðvast í stórum hluta kolanáma héraðsins en kol úr námunum eru notuð til þess að keyra helming allra stálvera heimsins. Sérfræðingar segja þó enn of snemmt að spá fyrir um áhrif flóðanna, það fari eftir hve lengi þau munu standa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×