Tiger í stuði og kominn með þriggja högga forskot Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2011 11:00 Tiger Woods. Mynd/AP Tiger Woods sýndi snilli sína í nótt og var í miklu stuði á öðrum hringnum á Chevron World Challege mótinu sem fram fer í Kaliforníu. Woods lék annan hringinn á 67 höggum eða fimm höggum undir pari. Hann hefur þriggja högga forskot þegar mótið er hálfnað. Þetta er annað mótið í röð sem Tiger er með forystu eftir annan hring en hann klúðraði opna ástralska mótinu fyrir þremur vikum síðan með því að spila mjög illa á þriðja hring. „Ég vil vera í forystu eftir fjóra daga," sagði Tiger Woods sem hefur ekki náð að vinna í 26 mótum í röð eða allt síðan að hann vann ástralska Mastersmótið í nóvember 2009. „Ég er núna búinn að spila mjög vel í tveimur mótum í röð. Það er gott að vera efstur eftir tvo daga en enn betra að vera efstur eftir fjóra. Ég veit að ég er að spila betur og það er gaman að sjá það koma fram á stöðutöflunni," sagði Woods. Tiger hefur leikið fyrstu 36 holurnar á 136 höggum eða átta undir pari. Hann er með þriggja högga forskot á þá Matt Kuchar og K.J. Choi en sá síðarnefndi var þremur höggum á undan Woods eftir fyrsta daginn. Golf Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger Woods sýndi snilli sína í nótt og var í miklu stuði á öðrum hringnum á Chevron World Challege mótinu sem fram fer í Kaliforníu. Woods lék annan hringinn á 67 höggum eða fimm höggum undir pari. Hann hefur þriggja högga forskot þegar mótið er hálfnað. Þetta er annað mótið í röð sem Tiger er með forystu eftir annan hring en hann klúðraði opna ástralska mótinu fyrir þremur vikum síðan með því að spila mjög illa á þriðja hring. „Ég vil vera í forystu eftir fjóra daga," sagði Tiger Woods sem hefur ekki náð að vinna í 26 mótum í röð eða allt síðan að hann vann ástralska Mastersmótið í nóvember 2009. „Ég er núna búinn að spila mjög vel í tveimur mótum í röð. Það er gott að vera efstur eftir tvo daga en enn betra að vera efstur eftir fjóra. Ég veit að ég er að spila betur og það er gaman að sjá það koma fram á stöðutöflunni," sagði Woods. Tiger hefur leikið fyrstu 36 holurnar á 136 höggum eða átta undir pari. Hann er með þriggja högga forskot á þá Matt Kuchar og K.J. Choi en sá síðarnefndi var þremur höggum á undan Woods eftir fyrsta daginn.
Golf Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira