Á pólitískum vígvelli Magnús Halldórsson skrifar 21. október 2011 09:12 Nú er orðið ljóst að eitthvað annað en álver Alcoa mun rísa í nágrenni Húsavíkur. Landsvirkjun á enn í viðræðum við fimm aðila, þar á meðal einn álframleiðanda, kínverska fyrirtækið Bosai Mineral Group. Auk þess eru í hópnum þýska fyrirtækið PCC og finnska félagið Kemira, hvoru tveggja iðnvöruframleiðendur sem þurfa mikla orku við framleiðslu. Líklegt má telja að þessa viðræður verði til lykta leiddar í byrjun næsta árs. Þá skýrist hvað gerist.Óvissa erlendis Það sem helst virðist geta dregið ákvarðanir á langinn er ástandið í efnahagsmálum heimsins. Það er þessa dagana hulið óvissu. Ómögulegt er að spá um framvindu, jafnvel þrátt fyrir loforð um risavaxinn björgunarsjóð skattgreiðenda í Evrópu vegna vanda fjármálafyrirtækja og þjóðríkja. Allir virðast átta sig á því að lausnin geti varla falist í að auka opinberar skuldir enn meira. Samt er það eina lausnin sem talin er vera í boði. Eins og Mervyn King, seðlabankastjóri Bretlands, sagði á dögunum, þá er lítið annað hægt að gera en að setja meiri peninga inn í hagkerfin og vona það besta. Ef það eru einhver fyrirtæki sem þurfa að láta sínar áætlanir taka mið af óvissuþáttum á alþjóðamörkuðum, þá eru það framleiðslufyrirtæki eins og þau sem Landsvirkjun á nú í samningaviðræðum við. Það er ekki hægt að útiloka að ástandið á mörkuðum erlendis hafi áhrif á þróun mála.Pólitík og aftur pólitík Það hefur verið hálf ótrúlegt að fylgjast með umræðum um það á Alþingi, að Alcoa hafi ekki náð samningum við Landsvirkjun. Þar hafa menn fullyrt að aldrei hafi pólitík ráðið eins miklu í starfsemi Landsvirkjunar eins og nú, eins og Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokks, sagði í ræðu á dögunum. Það eru síðan sagðar ástæðurnar fyrir því að ekki náðist að semja við Alcoa. Stjórnvöld hafi einfaldlega komið í veg fyrir álverið með pólitískri stefnu, ekki viljað það. Eitt er raunar útgangspunktur í allri umræðu um Landsvirkjun: Fyrirtækið hefur áratugum saman verið með pólitíska stjórn og raunar pólitíska æðstu stjórnendur sömuleiðis. Skemmst er að minnast þess er Friðrik Sophusson, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins og ráðherra um árabil, var forstjóri fyrirtækisins. Innmúraður Framsóknarmaður, Jóhannes Geir Sigurgeirsson, gegndi einnig stjórnarformennsku um árabil, líkt og raunar margir fleiri flokksmenn valdhafa á hverjum tíma. Þannig er þetta fyrirkomulag enn. Bryndís Hlöðversdóttir, Samfylkingarkona og rektor á Bifröst, er nú stjórnarformaður fyrirtækisins. Sem sagt: Stjórnmálaflokkarnir eiga sína fulltrúa í stjórn fyrirtækisins, sem leggja línurnar um hvað skuli gera og hvað skuli ekki gera. Það er varla hægt að hugsa sér pólitískari veruleika við stjórnun fyrirtækis, en einmitt þann sem hefur verið fyrir hendi hjá Landsvirkjun alla tíð, og er enn.Skotgrafir Umræðan um orkufreka iðnaðinn á Ísland hefur oftar en ekki verið bundin við tvær skotgrafir. Í annarri þeirra eru náttúruverndarsinnar, sem berjast fyrir því að virkjanirnar eyðileggi ekki náttúrunnar gæði. Í hinni eru þeir sem vilja virkja meira. Þetta hefur leitt til þess tveir pólar takast á. Fyrir vikið lendir efnisleg umræða um stöðu mála hverju sinni utan veltu. Ég tel Hörð Arnarson, forstjóra Landsvirkjunar, vera staðsettan á milli skotgrafanna. Hann virkar á mig sem ópólitískur fagmaður sem hefur gjörbreytt stjórnun fyrirtækisins, í takt við breytt rekstrarumhverfi. Hann er hins vegar að upplifa það á eigin skinni að leikvöllurinn sem fyrirtækið starfar á er innan pólitískra girðinga. Og hann sjálfur starfar á pólitískum vígvelli. Hann stendur milli pólanna tveggja, og reynir að miðla málum, grípa sprengjurnar á lofti ef því er að skipta.Rökin eru góð og skýr Skýringarnar sem hann hefur gefið á þeirri stöðu, sem leiddi að lokum til þess að Alcoa dró sig endanlega úr undirbúningsfasa fyrir byggingu álvers á Bakka eru rökréttar og greinargóðar. Í stuttu máli er staðan þessi: Landsvirkjun vill fá tugum prósenta hærra verð fyrir orkuna en álverin hafa greitt til þessa. Ástæðurnar fyrir því eru einkum tvær. Í fyrsta lagi hefur verðið alltaf verið lágt, og nauðsynlegt að reyna að hækka það í takt við alþjóðlega þróun þar um. Í því felast mikil viðskiptatækifæri fyrir fyrirtækið til lengri tíma. Í öðru lagi er rekstrarumhverfi Landsvirkjunar varanlega breytt frá því sem áður var, einkum hvað varðar aðgengi að lánsfé, og fyrirtækið getur heldur ekki lofað því að afhenda mikið af raforku sem það veit ekki með 100% vissu hvort er fyrir hendi. Annað væri fífldirfska. Horft til næstu ára eru vaxtakjör sem í boði eru fyrir fyrirtækið augljóslega verri sem nemur tveimur til þremur prósentustigum frá því sem áður var. Það er vægt til orða tekið að segja að það muni um minna. Þetta kallar einfaldlega á það að fyrirtækið selji orkuna á hærra verði en það hefur gert til þessa og fari varlega í allri áhættutöku, vegna þess að framkvæmdir eru alfarið fjármagnaðar með lánum. Yfir þrjú hundruð milljarða skuldir fyrirtækisins eru með bakábyrgð galtóms ríkissjóðs. Það má ekki gleyma því. Það eitt ætti að fá stjórnmálamenn til þess að opna augun fyrir breyttu rekstrarumhverfi fyrirtækisins, en því miður virðist það vera óraunhæf krafa. Þeir segja það sem ákveðnir kjósendur þeirra vilja heyra, alveg sama hvað það er vitlaust. Er hægt að neita þessum rökum Harðar og segja þau ekki vera gild? Ég get ekki séð það.Aðhlátursefni Ræður stjórnmálamanna um málefni Landsvirkjunar, eftir að samband Íslands við alþjóðlega fjármálamarkaði rofnaði, eru aðhlátursefni oft á tíðum. Það á við um fólk úr öllum flokkum, að því er mér sýnist. Ástæðan er öðru fremur sú, að stjórnmálamenn hafa ekki eirð í sér til þess að setja sig inn í þá erfiðleika sem steðja að íslenskum orkufyrirtækjum vegna heimskreppunnar. Þau eru miklu meira háð erlendu árferði heldur en íslensku. Við blasir að breyting á skipulagi orkuiðnaðarins þolir litla sem enga bið, án þess að það verði gert sérstaklega að umtalsefni í þessum pistli. Upphrópanir um málin breyta ekki því sem mestu skiptir, sem er gjörbreytt landslag þegar kemur að fjármögnun orkufyrirtækjanna. Einkum vegna þeirra efnahagslegu hamfara sem riðið hafa yfir heiminn undanfarið og eru síst á undanhaldi. Undanfarin þrjú ár hefur Landsvirkjun ekki greitt neinn arð til eiganda síns, ríkisins, haldið að sér höndum í framkvæmdum og reynt að stíga hænuskref inn á alþjóðlega lánamarkaði. Lánakjörin eru enn sem komið er ekki sérstaklega góð en því miður þarf fyrirtækið að laga sig að þeim veruleika, eins og áður sagði. Tilfinningaríkar ræður þingmanna úr öllum flokkum munu ekki breyta neinu um þróun mála á þeim vettvangi. En skynsöm og áhættulítil stjórnun Landsvirkjunar mun hins vegar gera það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Halldórsson Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun
Nú er orðið ljóst að eitthvað annað en álver Alcoa mun rísa í nágrenni Húsavíkur. Landsvirkjun á enn í viðræðum við fimm aðila, þar á meðal einn álframleiðanda, kínverska fyrirtækið Bosai Mineral Group. Auk þess eru í hópnum þýska fyrirtækið PCC og finnska félagið Kemira, hvoru tveggja iðnvöruframleiðendur sem þurfa mikla orku við framleiðslu. Líklegt má telja að þessa viðræður verði til lykta leiddar í byrjun næsta árs. Þá skýrist hvað gerist.Óvissa erlendis Það sem helst virðist geta dregið ákvarðanir á langinn er ástandið í efnahagsmálum heimsins. Það er þessa dagana hulið óvissu. Ómögulegt er að spá um framvindu, jafnvel þrátt fyrir loforð um risavaxinn björgunarsjóð skattgreiðenda í Evrópu vegna vanda fjármálafyrirtækja og þjóðríkja. Allir virðast átta sig á því að lausnin geti varla falist í að auka opinberar skuldir enn meira. Samt er það eina lausnin sem talin er vera í boði. Eins og Mervyn King, seðlabankastjóri Bretlands, sagði á dögunum, þá er lítið annað hægt að gera en að setja meiri peninga inn í hagkerfin og vona það besta. Ef það eru einhver fyrirtæki sem þurfa að láta sínar áætlanir taka mið af óvissuþáttum á alþjóðamörkuðum, þá eru það framleiðslufyrirtæki eins og þau sem Landsvirkjun á nú í samningaviðræðum við. Það er ekki hægt að útiloka að ástandið á mörkuðum erlendis hafi áhrif á þróun mála.Pólitík og aftur pólitík Það hefur verið hálf ótrúlegt að fylgjast með umræðum um það á Alþingi, að Alcoa hafi ekki náð samningum við Landsvirkjun. Þar hafa menn fullyrt að aldrei hafi pólitík ráðið eins miklu í starfsemi Landsvirkjunar eins og nú, eins og Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokks, sagði í ræðu á dögunum. Það eru síðan sagðar ástæðurnar fyrir því að ekki náðist að semja við Alcoa. Stjórnvöld hafi einfaldlega komið í veg fyrir álverið með pólitískri stefnu, ekki viljað það. Eitt er raunar útgangspunktur í allri umræðu um Landsvirkjun: Fyrirtækið hefur áratugum saman verið með pólitíska stjórn og raunar pólitíska æðstu stjórnendur sömuleiðis. Skemmst er að minnast þess er Friðrik Sophusson, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins og ráðherra um árabil, var forstjóri fyrirtækisins. Innmúraður Framsóknarmaður, Jóhannes Geir Sigurgeirsson, gegndi einnig stjórnarformennsku um árabil, líkt og raunar margir fleiri flokksmenn valdhafa á hverjum tíma. Þannig er þetta fyrirkomulag enn. Bryndís Hlöðversdóttir, Samfylkingarkona og rektor á Bifröst, er nú stjórnarformaður fyrirtækisins. Sem sagt: Stjórnmálaflokkarnir eiga sína fulltrúa í stjórn fyrirtækisins, sem leggja línurnar um hvað skuli gera og hvað skuli ekki gera. Það er varla hægt að hugsa sér pólitískari veruleika við stjórnun fyrirtækis, en einmitt þann sem hefur verið fyrir hendi hjá Landsvirkjun alla tíð, og er enn.Skotgrafir Umræðan um orkufreka iðnaðinn á Ísland hefur oftar en ekki verið bundin við tvær skotgrafir. Í annarri þeirra eru náttúruverndarsinnar, sem berjast fyrir því að virkjanirnar eyðileggi ekki náttúrunnar gæði. Í hinni eru þeir sem vilja virkja meira. Þetta hefur leitt til þess tveir pólar takast á. Fyrir vikið lendir efnisleg umræða um stöðu mála hverju sinni utan veltu. Ég tel Hörð Arnarson, forstjóra Landsvirkjunar, vera staðsettan á milli skotgrafanna. Hann virkar á mig sem ópólitískur fagmaður sem hefur gjörbreytt stjórnun fyrirtækisins, í takt við breytt rekstrarumhverfi. Hann er hins vegar að upplifa það á eigin skinni að leikvöllurinn sem fyrirtækið starfar á er innan pólitískra girðinga. Og hann sjálfur starfar á pólitískum vígvelli. Hann stendur milli pólanna tveggja, og reynir að miðla málum, grípa sprengjurnar á lofti ef því er að skipta.Rökin eru góð og skýr Skýringarnar sem hann hefur gefið á þeirri stöðu, sem leiddi að lokum til þess að Alcoa dró sig endanlega úr undirbúningsfasa fyrir byggingu álvers á Bakka eru rökréttar og greinargóðar. Í stuttu máli er staðan þessi: Landsvirkjun vill fá tugum prósenta hærra verð fyrir orkuna en álverin hafa greitt til þessa. Ástæðurnar fyrir því eru einkum tvær. Í fyrsta lagi hefur verðið alltaf verið lágt, og nauðsynlegt að reyna að hækka það í takt við alþjóðlega þróun þar um. Í því felast mikil viðskiptatækifæri fyrir fyrirtækið til lengri tíma. Í öðru lagi er rekstrarumhverfi Landsvirkjunar varanlega breytt frá því sem áður var, einkum hvað varðar aðgengi að lánsfé, og fyrirtækið getur heldur ekki lofað því að afhenda mikið af raforku sem það veit ekki með 100% vissu hvort er fyrir hendi. Annað væri fífldirfska. Horft til næstu ára eru vaxtakjör sem í boði eru fyrir fyrirtækið augljóslega verri sem nemur tveimur til þremur prósentustigum frá því sem áður var. Það er vægt til orða tekið að segja að það muni um minna. Þetta kallar einfaldlega á það að fyrirtækið selji orkuna á hærra verði en það hefur gert til þessa og fari varlega í allri áhættutöku, vegna þess að framkvæmdir eru alfarið fjármagnaðar með lánum. Yfir þrjú hundruð milljarða skuldir fyrirtækisins eru með bakábyrgð galtóms ríkissjóðs. Það má ekki gleyma því. Það eitt ætti að fá stjórnmálamenn til þess að opna augun fyrir breyttu rekstrarumhverfi fyrirtækisins, en því miður virðist það vera óraunhæf krafa. Þeir segja það sem ákveðnir kjósendur þeirra vilja heyra, alveg sama hvað það er vitlaust. Er hægt að neita þessum rökum Harðar og segja þau ekki vera gild? Ég get ekki séð það.Aðhlátursefni Ræður stjórnmálamanna um málefni Landsvirkjunar, eftir að samband Íslands við alþjóðlega fjármálamarkaði rofnaði, eru aðhlátursefni oft á tíðum. Það á við um fólk úr öllum flokkum, að því er mér sýnist. Ástæðan er öðru fremur sú, að stjórnmálamenn hafa ekki eirð í sér til þess að setja sig inn í þá erfiðleika sem steðja að íslenskum orkufyrirtækjum vegna heimskreppunnar. Þau eru miklu meira háð erlendu árferði heldur en íslensku. Við blasir að breyting á skipulagi orkuiðnaðarins þolir litla sem enga bið, án þess að það verði gert sérstaklega að umtalsefni í þessum pistli. Upphrópanir um málin breyta ekki því sem mestu skiptir, sem er gjörbreytt landslag þegar kemur að fjármögnun orkufyrirtækjanna. Einkum vegna þeirra efnahagslegu hamfara sem riðið hafa yfir heiminn undanfarið og eru síst á undanhaldi. Undanfarin þrjú ár hefur Landsvirkjun ekki greitt neinn arð til eiganda síns, ríkisins, haldið að sér höndum í framkvæmdum og reynt að stíga hænuskref inn á alþjóðlega lánamarkaði. Lánakjörin eru enn sem komið er ekki sérstaklega góð en því miður þarf fyrirtækið að laga sig að þeim veruleika, eins og áður sagði. Tilfinningaríkar ræður þingmanna úr öllum flokkum munu ekki breyta neinu um þróun mála á þeim vettvangi. En skynsöm og áhættulítil stjórnun Landsvirkjunar mun hins vegar gera það.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun